Félagið Viðburðir

Um félagið

Ættfræðifélagið er hópur áhugafólks um ættfræði, persónusögu og staðfræði. Félagið var stofnað árið 1945. Félagið gefur út fréttabréf sem kemur út fjórum sinnum á ári að jafnaði. Félagsmenn í Ættfræðifélaginu voru um 350 talsins í ársbyrjun 2023. Lestu meira um Ættfræðifélagið og skráðu þig strax í dag. Nýr félagsmenn fá veglegan bókapakka að gjöf.

Viðburðir

Aðalfundur félagsins fer fram í febrúar. Haldnir eru sex félagfundir á ári þar sem flutt eru erindi um margvísleg efni sem tengjast áhugasviði félagsmanna. Í maí er farið í gönguferð í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Þannig eru að minnsta kosti átta reglulegir viðburðir á hverju ári. Sjá viðburðadagatal.

Fréttabréf

Ættfræðifélagið hefur gefið út fréttabréf frá árinu 1983. Fréttabréfið kemur nú út tvisvar á vormisseri og tvisvar á haustmisseri og er sent til félagsmanna. Öll útgefin tölublöð Fréttabréfs Ættfræðifélagsins nema síðasta ár eru nú aðgengileg á timarit.is. Lesa meira um Fréttabréfið.