Aðalfundur 2018

Aðalfundur Ættfræðifélagsins

Aðalfundur Ættfræðifélagsins fór fram í Þjóðskjalasafni Íslands fimmtudaginn 22. febrúar 2018 og hófst kl 20:00.

Formaður félagsins, Benedikt Jónsson, flutti skýrslu stjórnar og Kristinn Kristjánsson gjaldkeri kynnti reikninga félagsins á 73. starfsári félagsins, árinu 2017. Hagnaður félagsins jókst úr 20.000 kr í 157.580 kr á árinu þannig að hagur félagsins vænkaðist heldur. Mest munaði þar um breytingu á húsnæði sem fól í sér lægri leigu.

Sitjandi stjórn var endurkjörin og hana skipa, auk formanns:

  • Arnbjörn Jóhannesson
  • Áslaug Herdís Úlfsdóttir
  • Eiríkur Þór Einarsson
  • Kristinn Kristjánsson

Varamenn:

  • Anna Guðrún Hafsteinsdóttir
  • Hörður Einarsson

Stjórnin skiptir með sér verkum á næsta stjórnarfundi.

Olgeir Möller og Ólafur Pálsson voru endurkjörnir endurskoðendur reikninga.

Formaður kynnti nýjan vef félagsins og mæltist hann vel fyrir.

Þá kynnti formaður nýjan skjalaskrárvef Þjóðskjalasafns Íslands, en þar er að finna myndir af öllum sóknarmannatölum og prestsþjónustubókum í safninu, auk fleiri gagna.

Samfélagsmiðlar