Félagsfundur 11. apríl 2019

Aprílfundur 2019

Á félagsfundi Ættfræðifélagsins 11. apríl 2019 fjallaði Heiðar Lind Hansson sagnfræðingur og starfsmaður í Þjóðskjalasafni Íslands um búskap hjónanna Guðmundar Guðmundssonar og Rannveigar Vigfúsdóttur í kotinu Hamarshúsum í Borgarhreppi í Mýrasýslu í lok 19. aldar og sagði frá ættslóð þeirra. Heiðar Lind er afkomandi þeirra hjóna.

Saga þeirra hjóna er dæmigerð saga alþýðufólks sem byrjaði búskap við þröngan kost, yfirgaf sveitina og settist að í nýmynduðum þéttbýlum á borð við Borgarnes um aldamótin 1900.

Eftir erindi Heiðars Lind voru líflegar umræður um efnið, sem héldu áfram yfir kaffi og kökum.

 

Samfélagsmiðlar