Ættfræði

Ættfræðigreinar og pistlar.

Séra Sigurður B. Sivertsen sóknarprestur á Útskálum

Séra Sigurður B. Sivertsen sóknarprestur á Útskálum

Á næsta félagsfundi Ættfræðifélagsins, fimmtudaginn 28. nóvember, mun Ragnar Snær Karlsson flytja erindi um séra Sigurð B. Sívertsen sóknarprest á Útskálum og stofnanda barnaskóla, Gerðaskóla í Garði.
Erindið verður haldið í Færeyska sjómannaheimilinu, Örkinni, Brautarholti 29 á horni Skipholts.
Fundurinn hefst kl. 16:00 og er öllum opinn.

Höfundur: aettadmin in Fréttir, Fundir, Viðburðir, Ættfræði
Ættfræðiupplýsingar á vefjum Þjóðskjalasafns

Ættfræðiupplýsingar á vefjum Þjóðskjalasafns

Næsti félagsfundur verður þann 27. október kl. 16:00.
Þá mun Unnar Ingvarsson fagstjóri stafrænnar endurgerðar á Þjóðskjalasafni ræða við okkur um ættfræðiupplýsingar á vefjum Þjóðskjalasafns

Höfundur: aettadmin in Fréttir, Fundir, Ættfræði
Icelandic Roots fagnar sjö starfsárum sínum

Icelandic Roots fagnar sjö starfsárum sínum

Öll þekkjum við vefinn Icelandic Roots, sem eldhuginn og dugnaðarforkurinn Sunna Olafson Furstenau stofnaði og heldur úti af miklum myndarskap. Vefurinn fagnar sjö ára afmæli í dag, fimmtudaginn 12. nóvember 2020. Ættfræðifélagið færir afmælisbarninu innilegar hamingjuóskir í tilefni dagsins.

Hópur sjálfboðaliða hjá IR styrkist stöðugt. Þeir eru staðsettir um víða veröld svo sem í Ástralíu, Brasilíu, Kanada, á Íslandi og í Bandaríkjunum. Kunnátta þeirra og reynsla er býsna fjölbreytt. Í hópnum eru ættfræðingar, sagnfræðingar, rithöfundar, kortagerðarmenn, sérfræðingar í upplýsingatækni, útbreiðslustjórar, ljósmyndarar og margir fleiri. Fyrstu samskipti margra við IR voru þau að þeir voru að leita að fjölskyldusögu sinni og bættu þá upplýsingum um ætt sína við fyrirliggjandi upplýsingar í ættfræðivefnum og ákváðu svo að gerast sjálfboðaliðar og leggja málefninu lið. Hér má lesa meira um hópinn.

Margt hefur áunnist að því marki að varðveita, halda á lofti og fræða fólk um arfleifð Íslendinga og menningu. Síðast liðin sjö ár hefur ættfræðivefurinn Icelandic Roots veitt liðlega $102.500 – eitt hundrað og tvö þúsund og fimm hundruð dali – til samtaka á sviði íslenskra menningarmála ásamt styrkjum til Snorra verkefnanna og til nemenda sem eru í íslenskunámi á Íslandi og í Kanada.

Þrátt fyrir það að aflýsa hafi þurft mörgum viðburðum vegna Covid-19 árið 2020, veitti IR samtökum um íslensku arfleifðina í Kanada, Bandaríkjunum og Íslandi $12.500 – tólf þúsund og fimm hundruð dali.

Ýmislegt áhugavert er líka í boði fyrir þá sem ekki eru skráðir með aðgang að ættfræðivefnum. Má þar nefna áhugaverðar greinar og viðtöl á blogginu ásamt menningartengdum upplýsingum. IR býður oft upp á skemmtilega viðburði, bæði staðbundna og á netinu. Nefna má námskeið, vefnámskeið, spjallstundir eða líkamsræktarverkefni eins og „Fótspor til gamans“. Á nýju ári mun hlaðvarp á vegum Icelandic Roots hefja göngu sína. Skráið ykkur endilega inn á bloggið og fylgist með öllu því sem þar er á seyði.

Við höfum sett saman myndband til að fagna árunum sjö og hægt er að skoða það á samfélagsmiðlunum. Ítarlegri upplýsingar um samtökin, sem eru góðgerðarsamtök rekin án hagnaðarsjónarmiða, er að finna á vef samtakanna.

Myndina að ofan tók Benedikt Jónsson á Þingvöllum haustið 2010.

Höfundur: aettadmin in Fréttir, Ættfræði
Icelandic Roots – námskeið

Icelandic Roots – námskeið

Eflaust er ættfræðvefurinn Icelandic Roots félagsmönnum Ættfræðifélagsins að góðu kunnur. Sunna Furstenau, höfundur og hugmyndafræðingur vefjarins, verður hér á landi í næsta mánuði og heldur námskeið um vefinn og notkun hans ásamt nokkrum íslenskum aðstoðarkennurum sem þekkja vefinn vel og aðstoða þátttakendur á námskeiðinu eftir þörfum.

Mörg þúsund Kanada- og Bandaríkjamenn af íslenskum ættum búa í Norður-Ameríku. Á þessu námskeiði geta þátttakendur fundið út hvort þeir eigi ættingja í Ameríku og hvernig mögulegt er að komast í samband við þá.

Sunna Olafson Furstenau er fædd og uppalin í Íslendingabyggðinni Eyford í Thingvalla sveit. Þar voru Íslendingarnir stoltir af arfleið sinni og skiluðu siðum og venjum gamla landsins til afkomenda sinna. Sunna hefur því alla tíð verið mjög meðvituð um íslenska arfleifð sína.

Ástæða er til að hvetja alla áhugasama um að láta þetta tækifæri ekki framhjá sér fara.

Námskeiðið er haldið í Endurmenntun Háskóla Íslands, Dunhaga 7, dagana 10., 11. og 12. apríl 2018 og fer að hluta til fram á ensku. Nánari upplýsingar er að finna á vef Endurmenntunar.

 

Höfundur: aettadmin in Fréttir, Ættfræði