Bókamarkaður

Ljósmæðrafélag Íslands í 100 ár

Ljósmæðrafélag Íslands í 100 ár

Bókaútgáfan Hólar hefur gefið út bókina Ljósmæðrafélag Íslands í 100 ár. Hún er 372 blaðsíður að lengd og í henni er saga félagsins rakin í máli og myndum allt frá þeim tíma til okkar daga, auk þess sem þar er að finna ljósmæðratal fyrir útskrifaðar ljósmæður á árunum 1984-2019, en áður var komið út stéttartal ljósmæðra og náði það fram til útskriftar 1983.

Fullt verð bókarinnar er 14.900 krónur, en meðlimum Ættfræðifélagsins stendur til boða að eignast hana á 11.500 krónur með sendingargjaldi. Hægt er að panta bókina með því að senda póst á netfangið holar@holabok.is, eða hringja í síma 692-8508 eftir klukkan 16 á daginn.

Höfundur: aettadmin in Bókamarkaður, Fréttir
Ættfræðibækur á bókamarkaði

Ættfræðibækur á bókamarkaði

Bókakaffið í Ármúla 42 leggur nú sérstaka áherslu á ættfræðibækur og er með lagersölu á fjölmörgum vinsælum niðjatölum og auk þess mikið úrval notaðra ættfræðibóka og fágætra smárita um ættfræði. Alltaf er eitthvað nýtt á boðstólum í hverri viku og hér gildir hið fornkveðna að fyrstur kemur, fyrstur fær. Ættfræðimarkaðurinn stendur út febrúar. Sanngjarnt verð og notalegt andrúmsloft. Alltaf heitt á könnunni.

Bókakaffið festi nýlega kaup á bókalager Ættfræðiþjónustunnar en þar er meðal annars að finna fjölmörg þeirra ættfræðirita sem komu út á seinasta fjórðungi 20. aldar. Þá hafa smærri söfn ættfræðibóka borist fyrirtækinu með öðrum bókasöfnum.

Í Bókakaffinu í Ármúla er einnig gott úrval af íslenskum ævisögum, þjóðlegum fróðleik, sagnfræði og fleiru. Bókakaffið selur jöfnum höndum nýjar og notaðar bækur. Auk bókanna sem gestir finna í hillum hefur verslunin yfir að ráða stórum bókalager notaðra bóka austanfjalls en Bókakaffið í Ármúla er hluti af rekstri Bókakaffisins á Selfossi.

Meðal þeirra ættartölurita sem bjóðast nú á hagstæðu verði í lagersölu má nefna Auðsholtsætt, Bollagarðaætt, Briemsætt, Deildartunguætt, Engeyjarætt, Galtarætt, Gunnhildargerðisætt, Hallbjarnarætt, Hreiðarsstaðakotsætt, Húsatóftaætt, Knudsensætt, Laugardalsætt, Longætt, Lækjarbotnaætt, Ófeigsfjarðarætt, Pálsætt undan Jökli, Reykjaætt, Róðhólsætt, Zoëgaætt og að auki margskonar smáprent og stéttatöl.

Bókakaffið í Ármúla 42 er opið frá 11-18 alla virka daga og frá 11-16 á laugardögum. Lokað á sunnudögum. Sími þar er 546 3079 – bokakaffid@bokakaffid.is.

Bókaútgáfan Sæmundur – Netbókabúðin.

 

Ættfræðibækur - auglýsing

Höfundur: aettadmin in Bókamarkaður, Fréttir
Ókeypis ættfræðibækur

Ókeypis ættfræðibækur

Þórður B. Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Reiknistofu bankannna hefur um árabil verið félagi í Ættfræðifélaginu og mikill áhugamaður um ættfræði. Hann hefur í gegnum tíðina komið sér upp fágætu bókasafni um ættfræði og sögu lands og þjóðar. Þórður hefur nú dregið sig í hlé á þessum vettvangi og hefur ákveðið að gefa félögum Ættfræðifélagsins kost á að eignast bækur úr bókasafni sínu. Dóttir Þórðar, Ingveldur Lára, hefur skráð þær bækur sem hér um ræðir og birtist sú skrá á vef Ættfræðifélagsins. Áhugasamir geta skoðað skrána, sem inniheldur 259 titla, og haft samband við Ingveldi Láru varðandi afhendingu bóka.

Ættfræðifélagið þakkar Þórði B. Sigurðssyni fyrir tryggð við félagið og velvild í þess garð, sem meðal annars birtist í þeim rausnarskap að gefa félögum kost á að eignast góðar bækur án endurgjalds.

Höfundur: aettadmin in Bókamarkaður, Fréttir