Vorganga Ættfræðifélgsins verður um Þingholtin í þetta sinn og verður laugardaginn 21. maí kl. 11:00.
Leiðsögumenn verða Guðfinna Ragnarsdóttir og Magnús Grímsson.
Mæting er við aðaldyr Menntaskólans í Reykjavík laugardaginn 21. maí kl. 11:00.
Fréttir af starfsemi félagsins.
Vorganga Ættfræðifélgsins verður um Þingholtin í þetta sinn og verður laugardaginn 21. maí kl. 11:00.
Leiðsögumenn verða Guðfinna Ragnarsdóttir og Magnús Grímsson.
Mæting er við aðaldyr Menntaskólans í Reykjavík laugardaginn 21. maí kl. 11:00.
Á félagsfundi fimmtudaginn 31. mars 2022 mun Guðfinna Ragnarsdóttir, ritstjóri Fréttabréfsins, fjalla um Elínu Jónsdóttur, „Elínu prestsins“ eins og hún var kölluð fyrir vestan. Hún var systir Bjarna frá Vogi.
Á næsta félagsfundi talar Gunnar frá Heiðarbrún um höfund Njálu. Menn hafa reynt að finna höfund Njálu um aldaraðir. Gunnar frá Heiðarbrún ætlar að gera enn eina tilraunina til að finna höfundinn.
Fundurinn verður haldinn í Þjóðskjalasafninu, Laugavegi 162, 3. hæð, fimmtudaginn 25. nóvember kl. 16:00.
Athugið breyttan fundartíma, fundurinn hefst kl. 16:00
Sullaveiki er smitsjúkdómur og var alvarlegt heilsufarsvandamál á Íslandi þar til fyrir um einni öld síðan. Það tókst að stemma stigu við þessum vágesti með almenningsfræðslu, fyrirbyggjandi aðgerðum og læknisinngripum. Rakin er saga tvítugs hreppsómaga, úr Húnavatnssýslu, sem veslaðist upp úr þessum sjúkdómi og lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Hann lýsti eigin vanheilsu og döpru hlutskipti…
Fyrirlesarar eru Eiríkur Jónsson og Jón Torfason
Þjóðskjalasafn – fimmtudaginn 30. september, kl. 20:00
Enn og aftur grípur Covid-19 í taumana og því verðum við að fresta áætluðum félagsfundi sem fram átti að fara fimmtudaginn 29. apríl.
Vegna COVID-19 veirunnar hefur stjórn Ættfræðifélagsins ákveðið að slá á frest öllum fundarhöldum og öðrum viðburðum á vegum félagsins til hausts. Þetta þýðir að það verður enginn aprílfundur eins og búið var að auglýsa. Þó munum við reyna að hafa gönguferðina sem auglýst er 15. maí. Næsti viðburður verður auglýstur með tölvupósti og tilkynningum á vef félagsins og Facebooksíðu þess þegar ljóst er að engin hætta er lengur fyrir hendi.
Vinsamlegast látið þetta berast til allra sem þið teljið að þurfi að vita af þessu og hafa ekki aðgang að tölvupósti eða vefmiðlum.
Aðalfundur Ættfræðifélagsins 2021 fór fram í Þjóðskjalasafni Íslands fimmtudaginn 25. febrúar 2021 og hófst kl 20:00.
Formaður félagsins setti fundinn og skipaði Eirík Þ. Einarsson fundarstjóra og Björn Jónsson fundarritara.
Formaður flutti skýrslu stjórnar fyrir 75. starfsár félagsins, árið 2020. Í máli hans kom fram að heimsfaraldurinn, COVID-19 hafði leikið starfsemi félagsins grátt. Auk aðalfundar, tókst aðeins að halda einn félagsfund, en venjulega eru þeir sex. Þá féll vorganga félagsins einnig niður af sömu ástæðum.
Sem fyrr eru félagsfundir og útgáfa fréttabréfs meginstoðir í starfsemi félagsins, en útgáfa fréttabréfsins raskaðist ekki og komu út fjögur tölublöð á árinu 2020, eins og verið hefur síðustu ár.
Gjaldkeri félagsins, Helga Margrét Reinharðsdóttir, gerði grein fyrir reikningum félagsins. Greiddum félagsgjöldum fækkaði um 58 frá árinu 2019, eða um 350 þúsund krónur. Þrátt fyrir að útgjöld félagsins hafi lækkað um tæp 8% frá fyrra ári, þá dugði það ekki til að forða tapi upp á rúmlega 205 þúsund krónur.
Þá var gengið til kosninga í stjórn félagins. Úr stjórn áttu að ganga:
Benedikt Jónsson formaður og
Áslaug Herdís Úlfsdóttir
Stjórnin gerði tillögu um að Eiríkur Þór Einarsson yrði nýr formaður félagsins og var það samþykkt einróma. Þá gerði stjórnin tillögu um að Guðfinna S. Ragnarsdóttir og Magnús Grímsson kæmu inn í stjórn í stað Áslaugar og Benedikts. Tillagan var samþykkt samhljóða.
Stjórnin skiptir með sér verkum á næsta stjórnarfundi.
Skoðunarmenn reikninga verða áfram Ólaf Pálsson og Ágúst Jónatansson.
Samþykkt að félagsgjald yrði hækkað í 6.500 krónur.
Guðfinna S. Ragnarsdóttir ritstjóri fréttabréfsins tók til máls undir liðnum önnur mál og þakkaði fráfarandi formanni vel unnin störf. Nýkjörinn formaður, Eiríkur Þór Einarsson, tók undir það. Frárandi formaður, Benedikt Jónsson, þakkaði fyrir sig.
Bókaútgáfan Hólar hefur gefið út bókina Ljósmæðrafélag Íslands í 100 ár. Hún er 372 blaðsíður að lengd og í henni er saga félagsins rakin í máli og myndum allt frá þeim tíma til okkar daga, auk þess sem þar er að finna ljósmæðratal fyrir útskrifaðar ljósmæður á árunum 1984-2019, en áður var komið út stéttartal ljósmæðra og náði það fram til útskriftar 1983.
Fullt verð bókarinnar er 14.900 krónur, en meðlimum Ættfræðifélagsins stendur til boða að eignast hana á 11.500 krónur með sendingargjaldi. Hægt er að panta bókina með því að senda póst á netfangið holar@holabok.is, eða hringja í síma 692-8508 eftir klukkan 16 á daginn.
Bókakaffið í Ármúla 42 leggur nú sérstaka áherslu á ættfræðibækur og er með lagersölu á fjölmörgum vinsælum niðjatölum og auk þess mikið úrval notaðra ættfræðibóka og fágætra smárita um ættfræði. Alltaf er eitthvað nýtt á boðstólum í hverri viku og hér gildir hið fornkveðna að fyrstur kemur, fyrstur fær. Ættfræðimarkaðurinn stendur út febrúar. Sanngjarnt verð og notalegt andrúmsloft. Alltaf heitt á könnunni.
Bókakaffið festi nýlega kaup á bókalager Ættfræðiþjónustunnar en þar er meðal annars að finna fjölmörg þeirra ættfræðirita sem komu út á seinasta fjórðungi 20. aldar. Þá hafa smærri söfn ættfræðibóka borist fyrirtækinu með öðrum bókasöfnum.
Í Bókakaffinu í Ármúla er einnig gott úrval af íslenskum ævisögum, þjóðlegum fróðleik, sagnfræði og fleiru. Bókakaffið selur jöfnum höndum nýjar og notaðar bækur. Auk bókanna sem gestir finna í hillum hefur verslunin yfir að ráða stórum bókalager notaðra bóka austanfjalls en Bókakaffið í Ármúla er hluti af rekstri Bókakaffisins á Selfossi.
Meðal þeirra ættartölurita sem bjóðast nú á hagstæðu verði í lagersölu má nefna Auðsholtsætt, Bollagarðaætt, Briemsætt, Deildartunguætt, Engeyjarætt, Galtarætt, Gunnhildargerðisætt, Hallbjarnarætt, Hreiðarsstaðakotsætt, Húsatóftaætt, Knudsensætt, Laugardalsætt, Longætt, Lækjarbotnaætt, Ófeigsfjarðarætt, Pálsætt undan Jökli, Reykjaætt, Róðhólsætt, Zoëgaætt og að auki margskonar smáprent og stéttatöl.
Bókakaffið í Ármúla 42 er opið frá 11-18 alla virka daga og frá 11-16 á laugardögum. Lokað á sunnudögum. Sími þar er 546 3079 – bokakaffid@bokakaffid.is.
Bókaútgáfan Sæmundur – Netbókabúðin.
Félagsfundi, sem halda átti 28. janúar 2021 er frestað af sóttvarnarástæðum.
Stefnt er að því að halda aðalfund 25. febrúar nk., nema sóttvarnarástæður hamli.
Öll þekkjum við vefinn Icelandic Roots, sem eldhuginn og dugnaðarforkurinn Sunna Olafson Furstenau stofnaði og heldur úti af miklum myndarskap. Vefurinn fagnar sjö ára afmæli í dag, fimmtudaginn 12. nóvember 2020. Ættfræðifélagið færir afmælisbarninu innilegar hamingjuóskir í tilefni dagsins.
Hópur sjálfboðaliða hjá IR styrkist stöðugt. Þeir eru staðsettir um víða veröld svo sem í Ástralíu, Brasilíu, Kanada, á Íslandi og í Bandaríkjunum. Kunnátta þeirra og reynsla er býsna fjölbreytt. Í hópnum eru ættfræðingar, sagnfræðingar, rithöfundar, kortagerðarmenn, sérfræðingar í upplýsingatækni, útbreiðslustjórar, ljósmyndarar og margir fleiri. Fyrstu samskipti margra við IR voru þau að þeir voru að leita að fjölskyldusögu sinni og bættu þá upplýsingum um ætt sína við fyrirliggjandi upplýsingar í ættfræðivefnum og ákváðu svo að gerast sjálfboðaliðar og leggja málefninu lið. Hér má lesa meira um hópinn.
Margt hefur áunnist að því marki að varðveita, halda á lofti og fræða fólk um arfleifð Íslendinga og menningu. Síðast liðin sjö ár hefur ættfræðivefurinn Icelandic Roots veitt liðlega $102.500 – eitt hundrað og tvö þúsund og fimm hundruð dali – til samtaka á sviði íslenskra menningarmála ásamt styrkjum til Snorra verkefnanna og til nemenda sem eru í íslenskunámi á Íslandi og í Kanada.
Þrátt fyrir það að aflýsa hafi þurft mörgum viðburðum vegna Covid-19 árið 2020, veitti IR samtökum um íslensku arfleifðina í Kanada, Bandaríkjunum og Íslandi $12.500 – tólf þúsund og fimm hundruð dali.
Ýmislegt áhugavert er líka í boði fyrir þá sem ekki eru skráðir með aðgang að ættfræðivefnum. Má þar nefna áhugaverðar greinar og viðtöl á blogginu ásamt menningartengdum upplýsingum. IR býður oft upp á skemmtilega viðburði, bæði staðbundna og á netinu. Nefna má námskeið, vefnámskeið, spjallstundir eða líkamsræktarverkefni eins og „Fótspor til gamans“. Á nýju ári mun hlaðvarp á vegum Icelandic Roots hefja göngu sína. Skráið ykkur endilega inn á bloggið og fylgist með öllu því sem þar er á seyði.
Við höfum sett saman myndband til að fagna árunum sjö og hægt er að skoða það á samfélagsmiðlunum. Ítarlegri upplýsingar um samtökin, sem eru góðgerðarsamtök rekin án hagnaðarsjónarmiða, er að finna á vef samtakanna.
Myndina að ofan tók Benedikt Jónsson á Þingvöllum haustið 2010.