Fréttir

Fréttir af starfsemi félagsins.

Októberfundur 2019

Októberfundur 2019

Sigrún Magnúsdóttir
Sigrún Magnúsdóttir.

Fimmtudaginn 31. október 2019 flutti Sigrún Magnúsdóttir þjóðfræðingur erindi um gjörningaveðrið í Hrísey og afa sinn, Vilhjálm Einarsson (1863-1933) bónda á Bakka í Svarfaðardal, Galdra-Villa. Um tvítugt var hann sjómaður í Eyjafirði og var talinn hafa valdið gjörningaveðri sem skall á í Hrísey 11. september 1884. Veðrið laskaði eða eyðilagði 33 síldarskip Norðmanna. Galdraáburðurinn fylgdi honum alla ævina.

Í erindi sínu fór Sigrún yfir ævi Galdra-Villa og aðdraganda að atburðum í Hrísey þegar áðurnefnt gjörningaveður skall þar á með miklum afleiðingum. Einnig fjallaði hún um búskap Villa á Bakka. Hann var stórbóndi og mikill framfaramaður, en ævinlega hliðhollur lítilmagnanum.

Mikið fjölmenni sótti fundinn, um sjötíu manns, sem er líklega met í aðsókn á félagsfundi Ættfræðifélagsins í seinni tíð.

 

Höfundur: aettadmin in Fréttir, Fundir
Septemberfundur 2019

Septemberfundur 2019

Á félagsfundi Ættfræðifélagsins, fimmtudaginn 26. september 2019, flutti Jón Torfi Arason sagnfræðingur erindi um Magnús Ketilsson sýslumann í Búðardal í Dalasýslu og hugmyndafræði hans.

Í erindi sínu fjallaði Jón Torfi um hugmyndaheim 18. aldar fræðimannsins Magnúsar Ketilssonar (1732-1803), eins og hann birtist í erlendum bókakosti hans og álitsgerð um viðreisn Íslands, sem hann sendi Landsnefndinni fyrri árið 1771.

Magnús Ketilsson sýslumaður í Dalasýslu er einn þeirra manna sem gjarnan er nefndur í samhengi við upplýsinguna á Íslandi. Hann stundaði umfangsmiklar umbætur á ýmsum sviðum þjóðlífsins og þótti mjög framfarasinnaður. Þannig var hann aðalhöfundur útgefinna rita Hrappseyjarprentsmiðju (1773-1794), stundaði miklar búfræðitilraunir heima í Búðardal og lagði auðvitað stund á ættfræði.

Magnús var fjölfróður maður og hafði á bókalofti sínu í Búðardal á Skarðsströnd eitt stærsta einkabókasafn á Íslandi og var meiri hluti safnsins erlendar bækur. Efnisleg fjölbreytni í safni Magnúsar spannaði svo að segja allt fræðasvið evrópsku upplýsingarinnar og margir af þeim höfundum sem þar birtust eru enn í dag viðfangsefni háskólanema um allan heim.

Í álitsgerð Magnúsar má víða finna dæmi um skýr hugmyndafræðileg áhrif sem rekja má til bókasafns hans, en þar vísar hann oft í erlenda höfunda máli sínu til stuðnings. Einn helsti áhrifavaldur hans var þýski hagfræðingurinn J.H.G. von Justi, enda var hagfræði, eða hagræn hugsun, sérstaklega áberandi í hugmyndafræði Magnúsar.

Viðstaddir gerðu góðan róm að málflutningi Jóns Torfa og spurðu margs.

 

Höfundur: aettadmin in Fréttir, Fundir
Aprílfundur 2019

Aprílfundur 2019

Á félagsfundi Ættfræðifélagsins 11. apríl 2019 fjallaði Heiðar Lind Hansson sagnfræðingur og starfsmaður í Þjóðskjalasafni Íslands um búskap hjónanna Guðmundar Guðmundssonar og Rannveigar Vigfúsdóttur í kotinu Hamarshúsum í Borgarhreppi í Mýrasýslu í lok 19. aldar og sagði frá ættslóð þeirra. Heiðar Lind er afkomandi þeirra hjóna.

Saga þeirra hjóna er dæmigerð saga alþýðufólks sem byrjaði búskap við þröngan kost, yfirgaf sveitina og settist að í nýmynduðum þéttbýlum á borð við Borgarnes um aldamótin 1900.

Eftir erindi Heiðars Lind voru líflegar umræður um efnið, sem héldu áfram yfir kaffi og kökum.

 

Höfundur: aettadmin in Fréttir, Fundir
Marsfundur 2019

Marsfundur 2019

Félagsfundur Ættfræðifélagsins var haldinn fimmtudaginn 28. mars í Þjóðskjalasafninu. Þar flutti Guðfinna Ragnarsdóttir erindi um Ófeig Jónsson í Heiðarbæ í Þingvallasveit, ættir hans og lífshlaup.

Ófeigur lagði gjörva hönd á margt og var eftirsóttur rokkasmiður og málari. Hann byggði kirkjur, smíðaði altari og predikunarstóla og málaði altaristöflur. Meðal kirkna sem hann skreytti eru Þingvallakirkja, Úlfljótsvatnskirkja, Miðdalskirkja í Laugardal og Tungufellskirkja.

Fundurinn var vel sóttur og hlaut Guðfinna þakklæti fundarmanna í kröftugu lófataki að erindi loknu.

 

Höfundur: aettadmin in Fréttir, Fundir
Aðalfundur 2019

Aðalfundur 2019

Aðalfundur Ættfræðifélagsins 2019 fór fram í Þjóðskjalasafni Íslands fimmtudaginn 28. febrúar 2019 og hófst kl 20:00.

Formaður félagsins setti fundinn og skipaði Eirík Þ. Einarsson fundarstjóra og Arnbjörn Jóhannesson ritara.

Formaður flutti skýrslu stjórnar og gerði grein fyrir reikningum félagsins á 74. starfsári félagsins, árinu 2018, í fjarveru Kristins Kristjánssonar gjaldkera. Hagnaður félagsins minnkaði lítillega, úr 157.580 kr í 130.606, á árinu, en hafði vaxið talsvert árið á undan.

Benedikt Jónsson var endurkjörinn formaður til næstu tveggja ára.

Úr stjórn áttu að ganga:

  • Áslaug Herdís Úlfsdóttir aðalmaður
  • Eiríkur Þór Einarsson aðalmaður
  • Hörður Einarsson varamaður

Öll gáfu þau kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og voru endurkjörin. Stjórnina skipa því eftirtalin, auk formanns:

Aðalmenn:

  • Eiríkur Þór Einarsson
  • Arnbjörn Jóhannesson
  • Kristinn Kristjánsson
  • Áslaug Herdís Úlfsdóttir

Varamenn:

  • Anna Guðrún Hafsteinsdóttir
  • Hörður Einarsson

Stjórnin skiptir með sér verkum á næsta stjórnarfundi.

Nýr skoðunarmaður reikninga var kjörinn Ágúst Jónatansson, sem kemur til liðs við Ólaf Pálsson sem hefur verið skoðunarmaður reikninga undanfarin ár ásamt Olgeiri Möller.

Árgjald var samþykkt óbreytt, 5.900 krónur.

Erlingur Kristjánsson og Björn Valsson tóku til máls undir liðnum önnur mál.

Höfundur: aettadmin in Fréttir, Fundir
Janúarfundur 2019

Janúarfundur 2019

Á félagsfundi 31. janúar 2019 hélt Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir sagnfræðingur og skjalavörður á Þjóðskjalasafni Íslands erindi um voveiflegt andlát sveitarómagans, Páls Júlíusar Pálssonar, sem átti sér stað á bænum Skaftárdal í Vestur-Skaftafellssýslu í mars 1903.

Andlátið bar að nokkuð skyndilega og án nokkurra undangenginna veikinda svo vitað væri. Þar sem orðrómur var á kreiki um að húsbændur drengsins, þau Oddur Stígsson bóndi á nefndum bæ og Margrét Eyjólfsdóttir kona hans, hefðu farið illa með drenginn sá sýslumaður, Guðlaugur Guðmundsson á Kirkjubæjarklaustri, sig knúinn til þess að kanna málið frekar.

Höfundur: aettadmin in Fréttir, Fundir, Viðburðir
Nóvemberfundur 2018

Nóvemberfundur 2018

Magnús Grímsson sagnfræðingur og framhaldsskólakennari flutti fyrirlestur um fullveldistöku Íslendinga á félagsfundi Ættfræðifélagsins 29. nóvember sl.

Þar rakti hann aðdraganda fullveldisins, og þá þætti sem vörðuðu veginn að markinu: byltingar í Evrópu. Fjölnismenn, endurreisn alþingis, verslunarfrelsið, stöðulögin, stjórnarskráin, heimastjórnin, uppkastið, og stríðið mikla og kynnti til sögunnar þá danska konunga sem komu aðallega við sögu sjálfstæðisbaráttu Íslendinga.

Það var vel mætt á fundinn og var gerður góður rómur að máli Magnúsar.

Fundargestir á félagsfundi 29. nóvember 2018.

Fundargestir á félagsfundi 29. nóvember 2018.

 

Höfundur: Benedikt Jónsson in Fréttir, Fundir, Viðburðir
Októberfundur 2018

Októberfundur 2018

Félagsfundur Ættfræðifélagsins fór fram í Þjóðskjalasafni Íslands fimmtudaginn 25. október 2018 og var vel sóttur. Hátt í sextíu manns mættu til að hlýða á fyrirlesara kvöldsins Guðfinnu S. Ragnarsdóttur ritstjóri Fréttabréfs Ættfræðifélagsins segja frá Matthíasi Ólafssyni á Orrahóli.

Matthías Ólafsson bóndi og sergeantmajor í Hjálpræðishernum var afar litríkur persónuleiki, þrætugjarn og yfirgangssamur framan af ævi, og neitaði fram á miðjan aldur að gangast við börnum sínum þótt þau væru orðin níu og öll með sömu konunni. Svo varð hann fyrir vitrun, frelsaðist og tók nýja stefnu í lífinu, stofnaði söfnuð á Fellsströndinni sem taldi tugi manna, giftist Pálínu barnsmóður sinni og gekkst við öllum börnunum. Börn voru hvorki skírð né fermd í Hjálpræðishernum, en vígð inn í söfnuðinn með miklum skuldbindingum og loforðum þar sem börnin voru færð Guði sem fórn og fengu síðan nafngiftarvottorð.

 

Höfundur: aettadmin in Fréttir, Fundir, Viðburðir
Septemberfundur 2018

Septemberfundur 2018

Jón Torfason skjalavörður í Þjóðskjalasafni Íslands hélt erindi um Pál Vídalín á félagsfundi Ættfræðifélagsins í gærkvöldi.

Páll Vídalín (f. 1667, d. 18. júlí 1727) var lögmaður og sýslumaður í Dalasýslu og Strandasýslu. Hann bjó í Víðidalstungu, í Víðidal í Vestur-Húnavatnssýslu. Páll var samstarfsmaður Árna Magnússonar um gerð Jarðabókarinnar 1702-1714 og líklegast þekktastur fyrir þau störf. Hann var sagður einn vitrasti maður sinnar tíðar, fróður um lög- og fornfræði og skáld gott bæði á íslensku og latínu.

Í erindi sínu fór Jón yfir ævi Páls og störf, einkum ritstörf. Páll var eitt besta skáld sinnar samtíðar og orti fjölda lausavísna og sálma og nefndi Jón dæmi um hvort tveggja. Jón fjallaði einnig um rökfestu Páls, hugkvæmni og skýra hugsun og nefndi ýmis dæmi þar um, einkum úr verki Páls Skýringar yfir fornyrði lögbókar þeirrar, er Jónsbók kallast.

Fundarmenn gerðu góðan róm að máli Jóns og spurðu margs.

 

Höfundur: aettadmin in Fréttir, Fundir, Viðburðir
Vorganga 2018

Vorganga 2018

Vorganga Ættfræðifélagsins fór fram laugardaginn 2. júní 2018. Gömlu varirnar við Ægissíðuna voru heimsóttar og einnig Móholt, Grímsstaðaholt, Melavegur, Illakelda, Þormóðsstaðir, Lambhóll, Garðar, Camp Thorhill, Brenneríið, Alliance, Aðalból, Túnsberg og Sunnuhlíð. Ragnhildur Magnúsdóttir húsmóðir í Lambhól, 93 ára gömul, kom út og heilsaði upp á hópinn.

Yfir 30 manns mættu í gönguna sem tók tvær og hálfa klukkustund. Veður var fremur kalt, en þurrt. Leiðsögumaður var Guðfinna Ragnarsdóttir jarðfræðingur og ritstjóri Fréttabréfs Ættfræðifélagsins.

Hér að neðan má sjá myndir sem Arnbjörn Jóhannesson ritari Ættfræðifélagsins tók í vorgöngunni.

Vorganga 2018.
Vorganga 2018.
Vorganga 2018.
Vorganga 2018.
Vorganga 2018.
Vorganga 2018.
Vorganga 2018.
Vorganga 2018.
Vorganga 2018.
Vorganga 2018.
Vorganga 2018.
Vorganga 2018.
Vorganga 2018.
Vorganga 2018.
vorganga-2018_01
vorganga-2018_02
vorganga-2018_03
vorganga-2018_05
vorganga-2018_04
vorganga-2018_06
vorganga-2018_07
vorganga-2018_08
vorganga-2018_09
vorganga-2018_10
vorganga-2018_11
vorganga-2018_12
vorganga-2018_13
vorganga-2018_14
previous arrow
next arrow
vorganga-2018_01
vorganga-2018_02
vorganga-2018_03
vorganga-2018_05
vorganga-2018_04
vorganga-2018_06
vorganga-2018_07
vorganga-2018_08
vorganga-2018_09
vorganga-2018_10
vorganga-2018_11
vorganga-2018_12
vorganga-2018_13
vorganga-2018_14
previous arrow
next arrow
Höfundur: aettadmin in Fréttir, Fundir, Göngur, Viðburðir