Fróðleikur

Ýmislegar fróðleiksgreinar,

Orðlist Hannesar Péturssonar

Orðlist Hannesar Péturssonar

Fimmtudaginn 24. október mun Sölvi Sveinsson cand mag., fv. skólastjóri flytja erindi sem hann kallar Orðlist Hannesar Péturssonar.
Fundurinn verður haldinn kl. 16:00 í Færeyska sjómannaheimilinu Örkinni, Brautarholti 29, á horni Skipholts og Brautarholts.
Kaffi, meðlæti og spjall – Fundurinn er öllum opinn.

Höfundur: aettadmin in Fróðleikur, Fundir, Viðburðir
Sakamaðurinn – Þáttur Árna Grímssonar

Sakamaðurinn – Þáttur Árna Grímssonar

Fyrsti félagsfundur Ættfræðifélagsins í vetur verður 26. september næstkomandi. Þá mun Ragnar Snær Karlsson halda erindi um Árna Grímsson, sem hann kallar Sakamaðurinn – Þáttur Árna Grímssonar.
Fundurinn fer fram á nýjum stað, Færeyska sjómannaheimilinu, Örkinni, Brautarholti 29 í Reykjavík.
Fundurinn er öllum opinn og hefst kl. 16:00.
Kaffi og veitingar.

Höfundur: aettadmin in Fróðleikur, Fundir, Viðburðir
Um færeyska kútterinn Anna úr Toftum og fleiri kúttera

Um færeyska kútterinn Anna úr Toftum og fleiri kúttera

Næsti félagsfundur Ættfræðifélagsins verður haldinn á nýjum stað, Færeyska sjómannaheimilinu. Örkinni, á horni Skipholts og Brautarholts í Reykjavík og verður haldinn fimmtudaginn 28. mars, sem ber upp á skírdag að þessu sinni.
Á fundinum ætlar Ragnar Sævar Karlsson að tala um færeyska kútterinn Önnu úr Tóftum og nokkra aðra færeyska kúttera sem farist hafa hér við land, en í ár eru liðin eitthundrað ár frá því Anna úr Tóftum fórst við Grindavík. Af því tilefni verður fundurinn í Færeyska sjómannaheimilinu, Örkinni, sem er á horni Skipholts og Brautarhols í Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 16:00.

Höfundur: aettadmin in Fréttir, Fróðleikur, Fundir, Saga
Um mannanöfn að fornu og nýju

Um mannanöfn að fornu og nýju

Á fyrsta félagsfundi ársins, fimmtudaginn 26. janúar 2023, mun Prófessor Emeritus Guðrún Kvaran tala við  okkur um mannanöfn að fornu og nýju.

Höfundur: aettadmin in Fróðleikur, Fundir
Rósavettlingar

Rósavettlingar

Þessa rósavettlinga úr eingirni prjónaði Björg Magnúsdóttir ljósmóðir frá Túngarði, f. 1888 d. í febrúar 1985. Hún gaf mér vettlingana um 1970. Björg var dóttir þeirra Staðarfellshjóna, Magnúsar Friðrikssonar bónda og oddvita og Soffíu Gestsdóttur.

Móðir mín ólst upp hjá þeim til sex ára aldurs og síðan hjá Björgu dóttur þeirra og manni hennar, Magnúsi Jónassyni í Túngarði á Fellsströnd, þar til hún var á tólfta árinu, þá fór hún í Dalinn til foreldra sinna.

Leppana prjónaði Agnes Guðfinnsdóttir móðursystir mín, húsfreyja á Ytra-Skörðugili í Skagafirði. Agnes var fædd 1897. Hún prjónaði mikið, m.a. sjöl úr þunnum þræði og seldi í búðir eftir að hún flutti til Reykjavíkur.

Guðfinna S. Ragnarsdóttir

Höfundur: aettadmin in Fróðleikur, Munir
Purka

Purka

Einu sinni var heimalningur hjá afa mínum og ömmu, Guðfinni Jóni Björnssyni og Sigurbjörgu Guðbrandsdóttur, í Litla-Galtardal á Fellsströnd í Dalasýslu. Hann var undan á úr Purkey, en afi var vanur að taka þaðan upprekstrarfé. Ærin drapst og lambið fékk nafnið Purka.

Einn sumardag var Sigurbjörg amma búin að hita kaffi og baka pönnukökur. Kaffikannan og diskurinn með pönnukökunum stóðu á eldhúsborðinu. Amma brá sér svo eitthvað frá. Purka, sem stundum gerði sig heimakomna, kom inn bæjargöngin, stökk upp á borðið, rak sig í könnuna, forláta emaleraða könnu með blómaskreytingum. Kannan datt í gólfið með kafffinu og skemmdist á handfanginu og lokinu og svo át Purka meiri partinn af pönnukökunum. Eftir þessa uppákomu var kaffikannan aldrei kölluð annað en Purka! Þessa kaffikönnu gaf Pálína móðursystir mín mér um 1988, en móðir mín, Björg, hafði gefið mömmu sinni kaffikönnuna sumarið 1929 ásamt sex teskeiðum, tvennum hnífapörum, einu sápustykki, þrem glösum af dropum og einum Persilpakka.

Guðfinna S. Ragnarsdóttir

 

Höfundur: aettadmin in Fróðleikur, Munir
Hnithögld – hornhögld

Hnithögld – hornhögld

Hnithagldir þessar eru úr hrútshorni og hnitaðar saman þannig að annar endinn gengur gegnum gat á hinum og hak hindrar að hagldirnar opnist. Á högldunum er stafurinn i. Þær eru smíðaðar af Jóhannesi Þórðarsyni bónda á Einfætingsgili í Bitru. Foreldrar hans voru Þórður Jónsson bónda í Heydal í Hrútafirði og k.h. Lilja Dalíla Jónsdóttir frá Kollsá. Jóhannes var fæddur 1. jan. 1833 og dáinn 4. mars 1888. Kona hans var Elín Guðmundsdóttir frá Einfætingsgili í Bitru. Þau Jóhannes og Elín fluttust árið 1860 frá Einfætingsgili að Ballará á Skarðströnd og síðar að Stakkabergi á Fellsströnd þar sem Jóhannes bjó til æviloka.

Jóhannes var langafi Björnfríðar Elimundardóttur húsfreyju að Björnólfsstöðum í Langadal, Hún., en hún var fædd á Stakkabergi á Fellsströnd, systir Lóu á Stakkabergi. Hún gaf mér hagldirnar árið 1971.

Guðfinna S. Ragnarsdóttir

Höfundur: aettadmin in Fróðleikur, Munir