Fundir

Tilkynningar um fundi.

Sakamaðurinn – Þáttur Árna Grímssonar

Sakamaðurinn – Þáttur Árna Grímssonar

Fyrsti félagsfundur Ættfræðifélagsins í vetur verður 26. september næstkomandi. Þá mun Ragnar Snær Karlsson halda erindi um Árna Grímsson, sem hann kallar Sakamaðurinn – Þáttur Árna Grímssonar.
Fundurinn fer fram á nýjum stað, Færeyska sjómannaheimilinu, Örkinni, Brautarholti 29 í Reykjavík.
Fundurinn er öllum opinn og hefst kl. 16:00.
Kaffi og veitingar.

Höfundur: aettadmin in Fróðleikur, Fundir, Viðburðir
Félagsfundur fellur niður í apríl

Félagsfundur fellur niður í apríl

Samkvæmt venju ætti síðasti félagsfundur Ættfræðifélagsins á þessu vori að vera síðasta fimmtudag í apríl-mánuði, þann 25. apríl, en þar sem hann ber upp á sumardaginn fyrsta þá fellur fundur niður. Næsti viðburður félagsins er þvi vorgangan sem verður auglýst nánar síðar.
Þráðurinn verður svo tekinn upp aftur í haust.
Stjórn Ættfræðifélagsins óskar öllum félagsmönnum gleðilegs sumars.

Höfundur: aettadmin in Fréttir, Fundir
Um færeyska kútterinn Anna úr Toftum og fleiri kúttera

Um færeyska kútterinn Anna úr Toftum og fleiri kúttera

Næsti félagsfundur Ættfræðifélagsins verður haldinn á nýjum stað, Færeyska sjómannaheimilinu. Örkinni, á horni Skipholts og Brautarholts í Reykjavík og verður haldinn fimmtudaginn 28. mars, sem ber upp á skírdag að þessu sinni.
Á fundinum ætlar Ragnar Sævar Karlsson að tala um færeyska kútterinn Önnu úr Tóftum og nokkra aðra færeyska kúttera sem farist hafa hér við land, en í ár eru liðin eitthundrað ár frá því Anna úr Tóftum fórst við Grindavík. Af því tilefni verður fundurinn í Færeyska sjómannaheimilinu, Örkinni, sem er á horni Skipholts og Brautarhols í Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 16:00.

Höfundur: aettadmin in Fréttir, Fróðleikur, Fundir, Saga
Aðalfundur Ættfræðifélagsins fyrir árið 2023

Aðalfundur Ættfræðifélagsins fyrir árið 2023

Aðalfundur Ættfræðifélagsins fyrir árið 2023 verður haldinn fimmtudaginn 29. febrúar 2024 í Þjóðskjalasafninu, 3. hæð.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Fundurinn hefst kl. 16:00
Kaffi og meðlæti eftir fund
Fundurinn er opinn öllum

Höfundur: aettadmin in Fundir
Að máta sig við söguna

Að máta sig við söguna

Næsti félagsfundur Ættfræðifélagsins verður fimmtudaginn 30. nóvember.
Þá mun Guðfinna Ragnarsdóttir, ritstjóri Fréttabréfs Ættfræðifélagsins, halda fyrirlestur sem hún kallar Að máta sig við söguna.
Fyrirlesturinn verður haldinn í Þjóðskjalasafninu á þriðju hæð og hefst hann kl. 16:00.

Allir velkomnir!
Kaffi og með því

Höfundur: aettadmin in Fréttir, Fundir
Fréttabréf Ættfræðifélagsins 40 ára

Fréttabréf Ættfræðifélagsins 40 ára

Um þessar mundir eru 40 ár síðan Fréttabréf Ættfræðifélagsins sá fyrst dagsins ljós.
Fundurinn er helgaður fréttabréfinu að þessu sinni og verður útgáfa þess kynnt og lesnar valdar greinar eða útdráttur úr greinum frá ýmsum tímum.
Dagskránni stjórnar ritstjóri Fréttabréfins, Guðfinna Ragnarsdóttir

Fundurinn verður haldinn í Þjóðskjalasafninu, 3. hæð á fimmtudaginn 26. október og hefst kl. 16:00

Höfundur: aettadmin in Fréttabréf, Fréttir, Fundir
„Þegar fylgdarskipið fórst”

„Þegar fylgdarskipið fórst”

Fimmtudaginn 5. október flytur Halldór Baldursson sagnfræðingur og læknir fyrirlestur um herskipið Göteborg úr flota konungs vors, Friðriks fjórða. Skipinu var hleypt til brots á Hraunsskeiði í Ölfusi 7. nóvember 1718. 174 skipverjar björguðust og þurftu að hafa vetursetu á Íslandi. Fjallað er um þau stjórnsýslulegu verkefni sem þurfti að leysa úr vegna strandsins.

Athugið breytta dagsetningu fyrsta fundar

Fundurinn hefst kl. 16:00 í húsi Þjóðskjalasafnsins að Laugavegi 162, 3. hæð, Reykjavík.
Allir velkomnir!
Kaffi og með því.

Höfundur: aettadmin in Fundir
Um Jón Eiríksson konferensráð

Um Jón Eiríksson konferensráð

Næsti félagsfundur Ættfræðifélagsins verður fimmtudaginn 27. apríl kl. 16:00 í húsi Þjóðskjalasafns.
Þá mun Margrét Gunnarsdóttir tala um Jón Eiríksson konferensráð og viðreisn Íslands á 18. öld.

Höfundur: aettadmin in Fundir
Aðalfundur 2023

Aðalfundur 2023

Business teamworking at meeting table.

Aðalfundur.

Aðalfundur Ættfræðifélagsins verður haldinn fimmtudaginn 23. febrúar 2023 í Þjóðskjalasafni Íslands, Laugavegi 162, 3. hæð og hefst klukkan 16:00.

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf í samræmi við 3. gr. laga félagsins.

  1. Skýrsla stjórnar.
  2. Endurskoðaðir ársreikningar lagðir fram.
  3. Umræða og atkvæðagreiðsla um skýrslu stjórnar og ársreikningana.
  4. Lagabreytingar.
  5. Kosningar samkvæmt 4. grein.
  6. Árgjald ákveðið.
  7. Önnur mál.
Höfundur: aettadmin in Fundir
Um mannanöfn að fornu og nýju

Um mannanöfn að fornu og nýju

Á fyrsta félagsfundi ársins, fimmtudaginn 26. janúar 2023, mun Prófessor Emeritus Guðrún Kvaran tala við  okkur um mannanöfn að fornu og nýju.

Höfundur: aettadmin in Fróðleikur, Fundir