Nú þegar sumrið er á næsta leiti höfum við haft vorgöngu Ættfræðifélagsins og verður engin breyting á því.
Við munum fara í gönguna laugardaginn 25. maí kl. 11:00.
Mæting er á bílastæðin neðan við Bessastaðakirkju og verður gengið þaðan um Álftanesið.
Kirkjan verður heimsótt og skansinn þar sem Óli Skans bjó og ef til vill verður farið eitthvað víðar um Nesið.
Þátttaka í göngunni er öllum frjáls.
Leiðsögumaður verður Ragnar Snær Karlsson.
Göngur
Vorgangan um Laugarneshverfi
Fimmtudaginn 18. maí, á uppstigningardag, verður hin hefðbundna vorganga Ættfræðifélagsins. Þá verður gengið um Laugarneshverfið. Þar raða sér glæstar byggingar Einars Sveinssonar, Guðjóns Samúelssonar og Ásmundar Sveinssonar, gömul hús stríðsáranna af flugvellinum, gömlu Þvottalaugarnar og undir fótum okkar renna Fúlilækurinn og Laugalækurinn.
Leiðsögumenn verða Guðfinna Ragnarsdóttir og Magnús Grímsson.
Mæting við Laugarneskirkju kl. 11:00.
Vorganga um Þingholtin
Vorganga Ættfræðifélgsins verður um Þingholtin í þetta sinn og verður laugardaginn 21. maí kl. 11:00.
Leiðsögumenn verða Guðfinna Ragnarsdóttir og Magnús Grímsson.
Mæting er við aðaldyr Menntaskólans í Reykjavík laugardaginn 21. maí kl. 11:00.
Maígangan
Laugardaginn 15. maí leiðsegir Heimir Björn Janusarson umsjónarmaður Hólavallagarðs/Gamla kirkjugarðsins við Suðurgötu, okkur um garðinn. Gengið er m.a. að leiði Páls Ólafssonar, sem nýlega kom í leitirnar.
Lagt verður af stað kl. 10:00 frá þjónustuhúsinu Ljósvallagötumegin.
Allir velkomnir – Takið með ykkur vini og vandamenn.
Vorganga 2018
Vorganga Ættfræðifélagsins fór fram laugardaginn 2. júní 2018. Gömlu varirnar við Ægissíðuna voru heimsóttar og einnig Móholt, Grímsstaðaholt, Melavegur, Illakelda, Þormóðsstaðir, Lambhóll, Garðar, Camp Thorhill, Brenneríið, Alliance, Aðalból, Túnsberg og Sunnuhlíð. Ragnhildur Magnúsdóttir húsmóðir í Lambhól, 93 ára gömul, kom út og heilsaði upp á hópinn.
Yfir 30 manns mættu í gönguna sem tók tvær og hálfa klukkustund. Veður var fremur kalt, en þurrt. Leiðsögumaður var Guðfinna Ragnarsdóttir jarðfræðingur og ritstjóri Fréttabréfs Ættfræðifélagsins.
Hér að neðan má sjá myndir sem Arnbjörn Jóhannesson ritari Ættfræðifélagsins tók í vorgöngunni.
Vorganga 2017
Hin árlega vorganga verður um Laugarnes laugardaginn 13. maí 2017. Leiðsögumaður er Guðfinna Ragnarsdóttir jarðfræðingur og ritstjóri Fréttabréfs Ættfræðifélagsins. Hún lýsir Laugarnesinu svona:
„Laugarnesið geymir sögu atburða og örlaga, biskupa og valda, mennta og menningar, stríðs og átaka, hernáms og fátæktar, sjúkdóma og erfiðleika, lista og listamanna og inn á milli, þótt ekki fari hátt, sögu alþýðunnar sem háði þar sitt stríð öld fram af öld. Þar er einnig að finna einu ósnortnu fjöruna á norðurströnd Reykjavíkur frá Örfirisey að Grafarvogi.“
Áhugasamir göngumenn mæta við Listasafn Sigurjóns Ólafssonar klukkan 11:00.
Veðurspáin er ágæt, 11°C hiti, alskýjað og gola, 6 m/sek.