Viðburðir

Viðburðir, félagsfundir, göngur og aðrir viðburðir. Aðallega notað til að fá rétt yfirlit um eldri viðburði.

Elín pestsins

Elín pestsins

Á félagsfundi fimmtudaginn 31. mars 2022 mun Guðfinna Ragnarsdóttir, ritstjóri Fréttabréfsins, fjalla um Elínu Jónsdóttur, „Elínu prestsins“ eins og hún var kölluð fyrir vestan. Hún var systir Bjarna frá Vogi.

Höfundur: aettadmin in Fréttir, Viðburðir
Höfundur Njálu

Höfundur Njálu

Á næsta félagsfundi talar Gunnar frá Heiðarbrún um höfund Njálu. Menn hafa reynt að finna höfund Njálu um aldaraðir. Gunnar frá Heiðarbrún ætlar að gera enn eina tilraunina til að finna höfundinn.

Fundurinn verður haldinn í Þjóðskjalasafninu, Laugavegi 162, 3. hæð, fimmtudaginn 25. nóvember kl. 16:00. 

Athugið breyttan fundartíma, fundurinn hefst kl. 16:00

Höfundur: aettadmin in Fréttir, Viðburðir
Enginn félagsfundur í október

Enginn félagsfundur í október

Ekki verður hægt að halda félagsfund í október vegna þess að fundarsalurinn sem við höfum venjulega notað er ekki tiltækur. Auk þess er heilbrigðisástandið í þjóðfélaginu þannig að ekki þykir ástæða til samkomuhalds. Á þessari stundu er óvíst með félagsfund í nóvember af sömu ástæðum. Nánar verður tilkynnt um það síðar.

 

Höfundur: aettadmin in Fréttir, Fundir, Viðburðir
Enginn félagsfundur í september

Enginn félagsfundur í september

Ekki verður af félagsfundi í september vegna þess að fundarsalurinn sem við höfum venjulega notað er ekki tiltækur. Hins vegar er stefnt að félagsfundi 29. október n.k. þar sem Eiríkur Jónsson yfirlæknir á Landspítalanum og Jón Torfason munu fjalla um sullaveiki á 19. öld.

Þetta er tilkynnt með fyrirvara um að salurinn verði tiltækur og að sóttvarnarreglur heimili fundarhöld.

 

Höfundur: aettadmin in Fréttir, Fundir, Viðburðir
Félagsfundum og öðrum viðburðum frestað vegna COVID-19

Félagsfundum og öðrum viðburðum frestað vegna COVID-19

Vegna COVID-19 veirunnar hefur stjórn Ættfræðifélagsins ákveðið að slá á frest öllum fundarhöldum og öðrum viðburðum á vegum félagsins um óákveðinn tíma, eða þar til öll hætta er liðin hjá. Þetta þýðir að það verður enginn marsfundur eins og búið var að auglýsa. Næsti viðburður verður auglýstur með tölvupósti og tilkynningum á vef félagsins og Facebooksíðu þess þegar ljóst er að engin hætta er lengur fyrir hendi.

Vinsamlegast látið þetta berast til allra sem þið teljið að þurfi að vita af þessu og hafa ekki aðgang að tölvupósti eða vefmiðlum.

 

Höfundur: aettadmin in Fréttir, Fundir, Viðburðir
Janúarfundur 2019

Janúarfundur 2019

Á félagsfundi 31. janúar 2019 hélt Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir sagnfræðingur og skjalavörður á Þjóðskjalasafni Íslands erindi um voveiflegt andlát sveitarómagans, Páls Júlíusar Pálssonar, sem átti sér stað á bænum Skaftárdal í Vestur-Skaftafellssýslu í mars 1903.

Andlátið bar að nokkuð skyndilega og án nokkurra undangenginna veikinda svo vitað væri. Þar sem orðrómur var á kreiki um að húsbændur drengsins, þau Oddur Stígsson bóndi á nefndum bæ og Margrét Eyjólfsdóttir kona hans, hefðu farið illa með drenginn sá sýslumaður, Guðlaugur Guðmundsson á Kirkjubæjarklaustri, sig knúinn til þess að kanna málið frekar.

Höfundur: aettadmin in Fréttir, Fundir, Viðburðir
Nóvemberfundur 2018

Nóvemberfundur 2018

Magnús Grímsson sagnfræðingur og framhaldsskólakennari flutti fyrirlestur um fullveldistöku Íslendinga á félagsfundi Ættfræðifélagsins 29. nóvember sl.

Þar rakti hann aðdraganda fullveldisins, og þá þætti sem vörðuðu veginn að markinu: byltingar í Evrópu. Fjölnismenn, endurreisn alþingis, verslunarfrelsið, stöðulögin, stjórnarskráin, heimastjórnin, uppkastið, og stríðið mikla og kynnti til sögunnar þá danska konunga sem komu aðallega við sögu sjálfstæðisbaráttu Íslendinga.

Það var vel mætt á fundinn og var gerður góður rómur að máli Magnúsar.

Fundargestir á félagsfundi 29. nóvember 2018.

Fundargestir á félagsfundi 29. nóvember 2018.

 

Höfundur: Benedikt Jónsson in Fréttir, Fundir, Viðburðir
Októberfundur 2018

Októberfundur 2018

Félagsfundur Ættfræðifélagsins fór fram í Þjóðskjalasafni Íslands fimmtudaginn 25. október 2018 og var vel sóttur. Hátt í sextíu manns mættu til að hlýða á fyrirlesara kvöldsins Guðfinnu S. Ragnarsdóttur ritstjóri Fréttabréfs Ættfræðifélagsins segja frá Matthíasi Ólafssyni á Orrahóli.

Matthías Ólafsson bóndi og sergeantmajor í Hjálpræðishernum var afar litríkur persónuleiki, þrætugjarn og yfirgangssamur framan af ævi, og neitaði fram á miðjan aldur að gangast við börnum sínum þótt þau væru orðin níu og öll með sömu konunni. Svo varð hann fyrir vitrun, frelsaðist og tók nýja stefnu í lífinu, stofnaði söfnuð á Fellsströndinni sem taldi tugi manna, giftist Pálínu barnsmóður sinni og gekkst við öllum börnunum. Börn voru hvorki skírð né fermd í Hjálpræðishernum, en vígð inn í söfnuðinn með miklum skuldbindingum og loforðum þar sem börnin voru færð Guði sem fórn og fengu síðan nafngiftarvottorð.

 

Höfundur: aettadmin in Fréttir, Fundir, Viðburðir
Septemberfundur 2018

Septemberfundur 2018

Jón Torfason skjalavörður í Þjóðskjalasafni Íslands hélt erindi um Pál Vídalín á félagsfundi Ættfræðifélagsins í gærkvöldi.

Páll Vídalín (f. 1667, d. 18. júlí 1727) var lögmaður og sýslumaður í Dalasýslu og Strandasýslu. Hann bjó í Víðidalstungu, í Víðidal í Vestur-Húnavatnssýslu. Páll var samstarfsmaður Árna Magnússonar um gerð Jarðabókarinnar 1702-1714 og líklegast þekktastur fyrir þau störf. Hann var sagður einn vitrasti maður sinnar tíðar, fróður um lög- og fornfræði og skáld gott bæði á íslensku og latínu.

Í erindi sínu fór Jón yfir ævi Páls og störf, einkum ritstörf. Páll var eitt besta skáld sinnar samtíðar og orti fjölda lausavísna og sálma og nefndi Jón dæmi um hvort tveggja. Jón fjallaði einnig um rökfestu Páls, hugkvæmni og skýra hugsun og nefndi ýmis dæmi þar um, einkum úr verki Páls Skýringar yfir fornyrði lögbókar þeirrar, er Jónsbók kallast.

Fundarmenn gerðu góðan róm að máli Jóns og spurðu margs.

 

Höfundur: aettadmin in Fréttir, Fundir, Viðburðir
Vorganga 2018

Vorganga 2018

Vorganga Ættfræðifélagsins fór fram laugardaginn 2. júní 2018. Gömlu varirnar við Ægissíðuna voru heimsóttar og einnig Móholt, Grímsstaðaholt, Melavegur, Illakelda, Þormóðsstaðir, Lambhóll, Garðar, Camp Thorhill, Brenneríið, Alliance, Aðalból, Túnsberg og Sunnuhlíð. Ragnhildur Magnúsdóttir húsmóðir í Lambhól, 93 ára gömul, kom út og heilsaði upp á hópinn.

Yfir 30 manns mættu í gönguna sem tók tvær og hálfa klukkustund. Veður var fremur kalt, en þurrt. Leiðsögumaður var Guðfinna Ragnarsdóttir jarðfræðingur og ritstjóri Fréttabréfs Ættfræðifélagsins.

Hér að neðan má sjá myndir sem Arnbjörn Jóhannesson ritari Ættfræðifélagsins tók í vorgöngunni.

Vorganga 2018.
Vorganga 2018.
Vorganga 2018.
Vorganga 2018.
Vorganga 2018.
Vorganga 2018.
Vorganga 2018.
Vorganga 2018.
Vorganga 2018.
Vorganga 2018.
Vorganga 2018.
Vorganga 2018.
Vorganga 2018.
Vorganga 2018.
vorganga-2018_01
vorganga-2018_02
vorganga-2018_03
vorganga-2018_05
vorganga-2018_04
vorganga-2018_06
vorganga-2018_07
vorganga-2018_08
vorganga-2018_09
vorganga-2018_10
vorganga-2018_11
vorganga-2018_12
vorganga-2018_13
vorganga-2018_14
previous arrow
next arrow
vorganga-2018_01
vorganga-2018_02
vorganga-2018_03
vorganga-2018_05
vorganga-2018_04
vorganga-2018_06
vorganga-2018_07
vorganga-2018_08
vorganga-2018_09
vorganga-2018_10
vorganga-2018_11
vorganga-2018_12
vorganga-2018_13
vorganga-2018_14
previous arrow
next arrow
Höfundur: aettadmin in Fréttir, Fundir, Göngur, Viðburðir