Á næsta félagsfundi Ættfræðifélagsins mun Ragnar Snær Karlsson fjalla um Vesturfara, Icelandic Roots og Snorraverkefnið.
Fundurinn verður haldinn í aðstöðu Ættfræðifélagsins hjá Hótel Örkinni, Færeyska sjómannaheimilinu við Brautarholt í Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 16:00 og er öllum opinn.
Kaffi á eftir fund.
Viðburðir
Viðburðir, félagsfundir, göngur og aðrir viðburðir. Aðallega notað til að fá rétt yfirlit um eldri viðburði.
Minnisvarðar á Íslandi
Fyrsti minnisvarðinn á Íslandi var afhjúpaður árið 1885. Það var Hallgrímsharpan sem stendur norðan undir kirkjudyrum Dómkirkjunnar. Síðan þá hafa margir minnisvarðar séð dagsins ljós hér á landi og enn eru minnisvarðar reistir á Íslandi, síðast í Vestmannaeyjum í desember 2024. Það má búast við að um 800 minnisvarðar hafi verið reistir vítt og breytt um landið, hvort sem er í byggð eða í óbyggðum.
Eiríkur Þ. Einarsson formaður Ættfræðifélagsins ætlar að tala um minnisvarða á næsta félagsfundi sem haldinn verður í Hótel Örkinni, Færeyska Sjómannaheimilinu við Brautarholt fimmtudaginn 30 janúar 2025.
Fundurinn hefst kl. 16:00 og er opinn öllum.
Veitingar að fundi loknum.
Séra Sigurður B. Sivertsen sóknarprestur á Útskálum
Á næsta félagsfundi Ættfræðifélagsins, fimmtudaginn 28. nóvember, mun Ragnar Snær Karlsson flytja erindi um séra Sigurð B. Sívertsen sóknarprest á Útskálum og stofnanda barnaskóla, Gerðaskóla í Garði.
Erindið verður haldið í Færeyska sjómannaheimilinu, Örkinni, Brautarholti 29 á horni Skipholts.
Fundurinn hefst kl. 16:00 og er öllum opinn.
Orðlist Hannesar Péturssonar
Fimmtudaginn 24. október mun Sölvi Sveinsson cand mag., fv. skólastjóri flytja erindi sem hann kallar Orðlist Hannesar Péturssonar.
Fundurinn verður haldinn kl. 16:00 í Færeyska sjómannaheimilinu Örkinni, Brautarholti 29, á horni Skipholts og Brautarholts.
Kaffi, meðlæti og spjall – Fundurinn er öllum opinn.
Sakamaðurinn – Þáttur Árna Grímssonar
Fyrsti félagsfundur Ættfræðifélagsins í vetur verður 26. september næstkomandi. Þá mun Ragnar Snær Karlsson halda erindi um Árna Grímsson, sem hann kallar Sakamaðurinn – Þáttur Árna Grímssonar.
Fundurinn fer fram á nýjum stað, Færeyska sjómannaheimilinu, Örkinni, Brautarholti 29 í Reykjavík.
Fundurinn er öllum opinn og hefst kl. 16:00.
Kaffi og veitingar.
Saga Hnífsdals
Gleðilegt nýtt ár
Fyrsti félagsfundur ársins verður haldinn fimmtudaginn 25. janúar, kl. 16:00.
Þá mun Kristján Pálsson sagnfræðingur og fv. alþingismaður flytja erindi um Hnífsdal, en bók hans Saga Hnífsdals kom út fyrir jólin.
Saga Hnífsdals er saga fólksins þar frá landnámi til sameiningar við Ísafjörð árið 1971. Hér er lýst sviptingasamri jarðasögu, frá eignarhaldi Vatnsfirðinga fyrr á tímum til áhrifa heimamanna og Ögurmanna.
Fundurinn verður í Þjóðskjalasafninu, á 3. hæð og hefst kl. 16:00.
Fundurinn er öllum opinn. Kaffiveitingar á eftir fund.
Elín pestsins
Á félagsfundi fimmtudaginn 31. mars 2022 mun Guðfinna Ragnarsdóttir, ritstjóri Fréttabréfsins, fjalla um Elínu Jónsdóttur, „Elínu prestsins“ eins og hún var kölluð fyrir vestan. Hún var systir Bjarna frá Vogi.
Höfundur Njálu
Á næsta félagsfundi talar Gunnar frá Heiðarbrún um höfund Njálu. Menn hafa reynt að finna höfund Njálu um aldaraðir. Gunnar frá Heiðarbrún ætlar að gera enn eina tilraunina til að finna höfundinn.
Fundurinn verður haldinn í Þjóðskjalasafninu, Laugavegi 162, 3. hæð, fimmtudaginn 25. nóvember kl. 16:00.
Athugið breyttan fundartíma, fundurinn hefst kl. 16:00
Enginn félagsfundur í október
Ekki verður hægt að halda félagsfund í október vegna þess að fundarsalurinn sem við höfum venjulega notað er ekki tiltækur. Auk þess er heilbrigðisástandið í þjóðfélaginu þannig að ekki þykir ástæða til samkomuhalds. Á þessari stundu er óvíst með félagsfund í nóvember af sömu ástæðum. Nánar verður tilkynnt um það síðar.
Enginn félagsfundur í september
Ekki verður af félagsfundi í september vegna þess að fundarsalurinn sem við höfum venjulega notað er ekki tiltækur. Hins vegar er stefnt að félagsfundi 29. október n.k. þar sem Eiríkur Jónsson yfirlæknir á Landspítalanum og Jón Torfason munu fjalla um sullaveiki á 19. öld.
Þetta er tilkynnt með fyrirvara um að salurinn verði tiltækur og að sóttvarnarreglur heimili fundarhöld.