Á félagsfundi fimmtudaginn 31. mars 2022 mun Guðfinna Ragnarsdóttir, ritstjóri Fréttabréfsins, fjalla um Elínu Jónsdóttur, „Elínu prestsins“ eins og hún var kölluð fyrir vestan. Hún var systir Bjarna frá Vogi.
Skrifstofu Ættfræðifélagsins í Ármúla 19, hefur verið lokað. Félagið hefur fengið inni í Brautarholti 29, Færeyska sjómannaheimilinu Örkinni. Þar eru stjórnarfundir haldnir og félagsfundir verða einnig haldnir þar.
Unnt er að hafa samband við ritstjóra Fréttabréfsins í síma 848-5208.