Ekki verður af félagsfundi í september vegna þess að fundarsalurinn sem við höfum venjulega notað er ekki tiltækur. Hins vegar er stefnt að félagsfundi 29. október n.k. þar sem Eiríkur Jónsson yfirlæknir á Landspítalanum og Jón Torfason munu fjalla um sullaveiki á 19. öld.
Þetta er tilkynnt með fyrirvara um að salurinn verði tiltækur og að sóttvarnarreglur heimili fundarhöld.