Viðburðir

Sullaveiki er smitsjúkdómur og var alvarlegt heilsufarsvandamál á Íslandi þar til fyrir um einni öld síðan. Það tókst að stemma stigu við þessum vágesti með almenningsfræðslu, fyrirbyggjandi aðgerðum og læknisinngripum. Rakin er saga tvítugs hreppsómaga, úr Húnavatnssýslu, sem veslaðist upp úr þessum sjúkdómi og lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Hann lýsti eigin vanheilsu og döpru hlutskipti…

Á félagsfundi Ættfræðifélagsins 28. apríl 2022 mun Albína Hulda Pálsdóttir dýrabeinafornleifafræðingur og doktorsnemi við Háskólann í Osló flytja fyrirlestur um uppruna íslensku sauðkindarinnar, fornerfðafræði og dýrabeinafornleifafræði. Sauðkindin spilaði lykilhlutverk í landnámi Íslands á 9. öld en segl víkingaskipanna voru ofin úr ull. Ullin, kjötið, mjólkin og hornin voru mikilvægar afurðir fyrir Íslendinga allt frá landnámiContinue reading →