Magnús Grímsson sagnfræðingur og framhaldsskólakennari flytur fyrirlestur um fullveldistöku Íslendinga. Þar rekur hann aðdraganda fullveldisins, og þá þætti sem vörðuðu veginn að markinu: byltingar í Evrópu. Fjölnismenn, endurreisn alþingis, verslunarfrelsið, stöðulögin, stjórnarskráin, heimastjórnin, uppkastið, Stríðið mikla… Hvaða einstaklingar ruddu brautina? Hvaða áhrif hafði það að við vorum undir Dönum en ekki einhverri annarri þjóð? Hvað hafði mest áhrif? Getum við metið það í dag?
Myndin að ofan: Athöfn við Stjórnarráðshúsið á fullveldisdaginn 1918. Ljósmyndasafn Reykjavíkur.
Sjá viðburð á Facebook.