Opinn fræðslufundur í fyrirlestrarsal Íslenskrar erfðagreiningar.
Kaffiveitingar í anddyri frá 12:30. Allir velkomnir.
Íslendingabók skiptir sköpum fyrir rannsóknarstarf Íslenskrar erfðagreiningar. Einnig er hún gríðarlega vinsæll vefur meðal almennings og fær um 150 þúsund heimsóknir á mánuði.
Íslendingabók verður breytt til hagsbóta fyrir notendur. Þá verður hægt að taka þátt í að þróa og móta vefinn með því að setja inn myndir og greinar um nána ættingja.
Erindi flytja:
-
-
- Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar: Íslendingabók sem verkfæri.
- Guðrún Nordal forstöðumaður Árnastofnunar: Með ættfræði á heilanum.
- Ármann Jakobsson rithöfundur: „Eg em son Örgumleiða Geirólfssonar gerpis.“ Til hvers eru allar þessar ættartölur í fornum sögum?
-