Persónuvernd.

Ættfræðiiðkun og persónuvernd


Nánar um viðburð


Þórður Sveinsson lögfræðingur hjá Persónuvernd flytur erindi um ný persónuverndarlög og hvernig þau hafa áhrif á störf þeirra sem fást við ættfræði.

Íslendingar hafa stundað ættfræðirannsóknir af ýmsu tagi frá fornu fari. Þeir sem hafa lesið gullaldarbókmenntir þjóðarinnar á borð við Íslendingasögur, Landnámabók og Sturlungu þekkja þá nánast undantekningarlausu reglu að lykilpersónur eru kynntar til sögu með ítarlegum ættartölum. Það má heita vísbending um að höfundar þessara sagna hafa verið slyngir ættfræðingar og talið þessar upplýsingar mikilvægar, enda miðast þær yfirleitt við að tengja viðkomandi persónu við landnámsmenn.

Eðli máls samkvæmt byggjast ættfræðirannsóknir á býsna persónulegum upplýsingum um fólk. Til þessa hefur ekki þótt tiltökumál að birta niðurstöður slíkra rannsókna opinberlega í prentuðum ættbókum og ættartölum og í seinni tíð á Netinu. Breytist þessi iðja með nýjum persónuverndarlögum? Verður hún að einhverju leyti ólögleg? Hvernig á áhugafólk um ættfræði að fóta sig í umhverfi nýrra persónyuverndarlaga?

Fjallað verður um þessar spurningar og sitthvað fleira á fundinum og viðstöddum gefst tækifæri til að spyrja um það sem þeim liggur á hjarta í þessum efnum.

Upphaflega stóð til að halda þennan fund fimmtudaginn 28. nóvember 2019, en af því gat ekki orðið.

Samfélagsmiðlar