Hver var hann – maðurinn sem fékk viðurnefnið Galdra-Villi? Vilhjálmur Einarsson hét hann (1863-1933) og varð síðar framfarasinnaður stórbóndi á Bakka í Svarfaðardal og hliðhollur lítilmagnanum. Um tvítugt var hann sjómaður í Eyjafirði og var talinn hafa valdið gjörningaveðri sem skall á í Hrísey 11. september 1884. Veðrið laskaði eða eyðilagði 33 síldarskip Norðmanna. Galdraáburðurinn fylgdi honum alla ævina.
Sigrún Magnúsdóttir þjóðfræðingur flytur erindi um gjörningaveðrið í Hrísey og Galdra-Villa, bóndann á Bakka fimmtudaginn 31. október 2019.
Myndin að ofan er af Bakka í Svarfaðardal ásamt útihúsum árið 2008. Ljósmynd: Árni Hjartarson/Wikimedia.