„Mannhundur kvelur líf úr barni með hor og pyndingum“ Sagan af Páli Hanssyni og Oddi Stígssyni langafa sem drap son hans Pál Júlíus Pálsson.
Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir sagnfræðingur og skjalavörður á Þjóðskjalasafni Íslands fjallar um mikinn harmleik sem átti sér stað á bænum Skaftárdal í Vestur-Skaftafellssýslu í mars 1903 þegar hinn 10 ára gamli sveitarómagi Páll Júlíus Pálsson lést.
Andlát hans bar að nokkuð skyndilega og án nokkurra undangenginna veikinda svo vitað væri. Þar sem orðrómur var á kreiki um að húsbændur drengsins, þau Oddur Stígsson bóndi á nefndum bæ og Margrét Eyjólfsdóttir kona hans, hefðu farið illa með drenginn sá sýslumaður, Guðlaugur Guðmundsson á Kirkjubæjarklaustri, sig knúinn til þess að kanna málið frekar.
Ljósmynd: Horft yfir Skaftá frá bænum Á á Síðu í átt að bænum Skaftárdal.