Horft yfir Skaftá frá bænum Á á Síðu í átt að bænum Skaftárdal.

Mannhundur kvelur líf úr barni með hor og pyndingum

Í mars 1903 lést hinn 10 ára gamli sveitarómagi Páll Júlíus Pálsson á bænum Skaftárdal í Vestur-Skaftafellssýslu. Sýslumaður, Guðlaugur Guðmundsson á Kirkjubæjarklaustri, sá sig knúinn til þess að kanna málið frekar.

Nánar um viðburð


„Mannhundur kvelur líf úr barni með hor og pyndingum“ Sagan af Páli Hanssyni og Oddi Stígssyni langafa sem drap son hans Pál Júlíus Pálsson.

Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir sagnfræðingur og skjalavörður á Þjóðskjalasafni Íslands fjallar um mikinn harmleik sem átti sér stað á bænum Skaftárdal í Vestur-Skaftafellssýslu í mars 1903 þegar hinn 10 ára gamli sveitarómagi Páll Júlíus Pálsson lést.

Andlát hans bar að nokkuð skyndilega og án nokkurra undangenginna veikinda svo vitað væri. Þar sem orðrómur var á kreiki um að húsbændur drengsins, þau Oddur Stígsson bóndi á nefndum bæ og Margrét Eyjólfsdóttir kona hans, hefðu farið illa með drenginn sá sýslumaður, Guðlaugur Guðmundsson á Kirkjubæjarklaustri, sig knúinn til þess að kanna málið frekar.

Ljósmynd: Horft yfir Skaftá frá bænum Á á Síðu í átt að bænum Skaftárdal.

Samfélagsmiðlar