Guðfinna S. Ragnarsdóttir ritstjóri Fréttabréfs Ættfræðifélagsins segir frá Matthíasi Ólafssyni á Orrahóli.
Matthías Ólafsson bóndi og sergeantmajor í Hjálpræðishernum var afar litríkur persónuleiki, þrætugjarn og yfirgangssamur framan af ævi, og neitaði fram á miðjan aldur að gangast við börnum sínum þótt þau væru orðin níu og öll með sömu konunni. Svo varð hann fyrir vitrun, frelsaðist og tók nýja stefnu í lífinu, stofnaði söfnuð á Fellsströndinni sem taldi tugi manna, giftist Pálínu barnsmóður sinni og gekkst við öllum börnunum. Börn voru hvorki skírð né fermd í Hjálpræðishernum, en vígð inn í söfnuðinn með miklum skuldbindingum og loforðum þar sem börnin voru færð Guði sem fórn og fengu síðan nafngiftarvottorð. Hér að neðan má sjá eitt slíkt.
Sjá viðburð á Facebook.