Herskip

„Þegar fylgdarskipið fórst”


Nánar um viðburð


Fimmtudaginn 28. september flytur Halldór Baldursson sagnfræðingur og læknir fyrirlestur um herskipið Göteborg úr flota konungs vors, Friðriks fjórða. Skipinu var hleypt til brots á Hraunsskeiði í Ölfusi 7. nóvember 1718. 174 skipverjar björguðust og þurftu að hafa vetursetu á Íslandi. Fjallað er um þau stjórnsýslulegu verkefni sem þurfti að leysa úr vegna strandsins.

Fundurinn hefst kl. 16:00 í húsi Þjóðskjalasafnsins að Laugavegi 162, 3. hæð, Reykjavík.
Fundurinn er öllum opinn.
Kaffi og með því.

Samfélagsmiðlar