Vorganga 2019


Nánar um viðburð


Myndin að ofan er tekin eftir aldamótin 1900. Hún sýnir vörðu Sigurðar Guðmundssonar málara sem var reist árið 1868.

Laugardaginn 18. maí 2019 verður hin árlega vorganga Ættfræðifélagsins. Þá gengur Guðfinna Ragnarsdóttir, ritstjóri Fréttabréfsins, með okkur um Skólavörðuholtið og Skólavörðustíginn þar sem hún rekur söguna allt frá ísöld til okkar daga.

Það verður eitt og annað í sigtinu: beitarhúsin frá Arnarhóli, landmælingastólpinn, Skólavarðan, Steinkudys, kartöflugarðarnir, braggarnir, háborgin, Guðjón Samúelsson, Hnitbjörg, Hringur Jóhannesson, Tobbukot, Einar Ben., Tugthúsið, Ekkjukassinn og Snússa.

Lagt verður af stað frá Tækniskólanum (gamla Iðnskólanum), norðan megin, á háhæðinni, kl. 11:00. Gangan tekur um eina og hálfa klukkustundir. Allir velkomnir.

 

Tobbukot, hús Þorbjargar Sveinsdóttur ljósmóður.

 

Samfélagsmiðlar