Bessastaðir

Vorganga um Álftanes


Nánar um viðburð


Nú þegar sumrið er á næsta leiti höfum við haft vorgöngu Ættfræðifélagsins og verður engin breyting á því.
Við munum fara í gönguna laugardaginn 25. maí kl. 11:00.
Mæting er á bílastæðin neðan við Bessastaðakirkju og verður gengið þaðan um Álftanesið.
Kirkjan verður heimsótt og skansinn þar sem Óli Skans bjó og ef til vill verður farið eitthvað víðar um Nesið.
Þátttaka í göngunni er öllum frjáls.
Leiðsögumaður verður Ragnar Snær Karlsson.

Samfélagsmiðlar