Skerjafjörður. Útsýni frá Lambhól

Vorganga um Skerjafjörð


Nánar um viðburð


Gömlu varirnar við Ægissíðuna, Móholt, Grímsstaðaholt, Melavegur, Illakelda, Þormóðsstaðir, Lambhóll, Garðar, Camp Thorhill, Brenneríið, Alliance, Aðalból, Túnsberg og Sunnuhlíð. Allt eru þetta staðir og örnefni sem raða sér meðfram norðurströnd Skerjafjarðarins, sum eru okkur að góðu kunn, önnur eru gleymd og horfin undir byggð.

En sagan geymist, saga lífs og dauða, saga byggðar og bóla, saga atvinnu og athafna, saga forfeðranna sem háðu sína lífsbaráttu við Skerjafjörðinn, sem líkt og aðrir firðir, bæði gaf og tók. Allt þetta ber á góma í Vorgöngu Ættfræðifélagsins laugardaginn 2. júní. Allir eru hjartanlega velkomnir! Mæting við gömlu beitingaskúrana við Ægissíðu kl 11:00. Leiðsögumaður er Guðfinna Ragnarsdóttir ritstjóri Fréttabréfs Ættfræðifélagsins.

Myndin að ofan: Skerjafjörður. Útsýni frá Lambhól. Myndasafn Lambhólsfjölskyldunnar/Ljósmyndari óþekktur.

Sjá viðburð á Facebook.

 

Samfélagsmiðlar