Viðburðir á Hólavallagarður

Laugardaginn 15. maí leiðsegir Heimir Björn Janusarson umsjónarmaður Hólavallagarðs/Gamla kirkjugarðsins við Suðurgötu, okkur um garðinn. Gengið er m.a. að leiði Páls Ólafssonar, sem nýlega kom í leitirnar. Lagt verður af stað kl. 10:00 frá þjónustuhúsinu Ljósvallagötumegin. Allir velkomnir – Takið með ykkur vini og vandamenn.