Ættfræðifélagið er hópur áhugafólks um ættfræði, persónusögu og staðfræði. Félagið var stofnað árið 1945 og hefur starfað óslitið síðan. Félagið gefur út fréttabréf sem kemur út fjórum sinnum á ári að jafnaði. Aðalfundur félagsins fer fram í febrúar. Haldnir eru sex félagfundir á ári þar sem flutt eru erindi um margvísleg efni sem tengjast áhugasviði félagsmanna. Í maí er farið í gönguferð í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Þannig eru að minnsta kosti átta reglulegir viðburðir á hverju ári.
Ættfræðifélagið rak skrifstofu á 2. hæð í Ármúla 19 í Reykjavík en nú hefur leigunni verðið sagt upp og félagið hefur fengið inni í Örkinni, Færeyska sjómannaheimilinu í Brautarholti 29 í Reykjavík.
Ættfræðifélagið hefur, í samstarfi við Þjóðskjalasafn Íslands, gefið út manntölin 1801, 1816, 1845 og 1910 að hluta.
Félagsmenn í Ættfræðifélaginu voru um 350 talsins í ársbyrjun 2023.
Lesa meira um: