COVID-19

Félagsfundi þann 29. apríl frestað

Enn og aftur grípur Covid-19 í taumana og því verðum við að fresta áætluðum félagsfundi sem fram átti að fara fimmtudaginn 29. apríl.

Vegna COVID-19 veirunnar hefur stjórn Ættfræðifélagsins ákveðið að slá á frest öllum fundarhöldum og öðrum viðburðum á vegum félagsins til hausts. Þetta þýðir að það verður enginn aprílfundur eins og búið var að auglýsa. Þó munum við reyna að hafa gönguferðina sem auglýst er 15. maí. Næsti viðburður verður auglýstur með tölvupósti og tilkynningum á vef félagsins og Facebooksíðu þess þegar ljóst er að engin hætta er lengur fyrir hendi.

Vinsamlegast látið þetta berast til allra sem þið teljið að þurfi að vita af þessu og hafa ekki aðgang að tölvupósti eða vefmiðlum.

Samfélagsmiðlar