Hnithögld.

Hnithögld – hornhögld

Hnithagldir þessar eru úr hrútshorni og hnitaðar saman þannig að annar endinn gengur gegnum gat á hinum og hak hindrar að hagldirnar opnist. Á högldunum er stafurinn i. Þær eru smíðaðar af Jóhannesi Þórðarsyni bónda á Einfætingsgili í Bitru. Foreldrar hans voru Þórður Jónsson bónda í Heydal í Hrútafirði og k.h. Lilja Dalíla Jónsdóttir frá Kollsá. Jóhannes var fæddur 1. jan. 1833 og dáinn 4. mars 1888. Kona hans var Elín Guðmundsdóttir frá Einfætingsgili í Bitru. Þau Jóhannes og Elín fluttust árið 1860 frá Einfætingsgili að Ballará á Skarðströnd og síðar að Stakkabergi á Fellsströnd þar sem Jóhannes bjó til æviloka.

Jóhannes var langafi Björnfríðar Elimundardóttur húsfreyju að Björnólfsstöðum í Langadal, Hún., en hún var fædd á Stakkabergi á Fellsströnd, systir Lóu á Stakkabergi. Hún gaf mér hagldirnar árið 1971.

Guðfinna S. Ragnarsdóttir

Samfélagsmiðlar