Eflaust er ættfræðvefurinn Icelandic Roots félagsmönnum Ættfræðifélagsins að góðu kunnur. Sunna Furstenau, höfundur og hugmyndafræðingur vefjarins, verður hér á landi í næsta mánuði og heldur námskeið um vefinn og notkun hans ásamt nokkrum íslenskum aðstoðarkennurum sem þekkja vefinn vel og aðstoða þátttakendur á námskeiðinu eftir þörfum.
Mörg þúsund Kanada- og Bandaríkjamenn af íslenskum ættum búa í Norður-Ameríku. Á þessu námskeiði geta þátttakendur fundið út hvort þeir eigi ættingja í Ameríku og hvernig mögulegt er að komast í samband við þá.
Sunna Olafson Furstenau er fædd og uppalin í Íslendingabyggðinni Eyford í Thingvalla sveit. Þar voru Íslendingarnir stoltir af arfleið sinni og skiluðu siðum og venjum gamla landsins til afkomenda sinna. Sunna hefur því alla tíð verið mjög meðvituð um íslenska arfleifð sína.
Ástæða er til að hvetja alla áhugasama um að láta þetta tækifæri ekki framhjá sér fara.
Námskeiðið er haldið í Endurmenntun Háskóla Íslands, Dunhaga 7, dagana 10., 11. og 12. apríl 2018 og fer að hluta til fram á ensku. Nánari upplýsingar er að finna á vef Endurmenntunar.