Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir sagnfræðingur.

Janúarfundur 2019

Á félagsfundi 31. janúar 2019 hélt Jóhanna Þ. Guðmundsdóttir sagnfræðingur og skjalavörður á Þjóðskjalasafni Íslands erindi um voveiflegt andlát sveitarómagans, Páls Júlíusar Pálssonar, sem átti sér stað á bænum Skaftárdal í Vestur-Skaftafellssýslu í mars 1903.

Andlátið bar að nokkuð skyndilega og án nokkurra undangenginna veikinda svo vitað væri. Þar sem orðrómur var á kreiki um að húsbændur drengsins, þau Oddur Stígsson bóndi á nefndum bæ og Margrét Eyjólfsdóttir kona hans, hefðu farið illa með drenginn sá sýslumaður, Guðlaugur Guðmundsson á Kirkjubæjarklaustri, sig knúinn til þess að kanna málið frekar.

Samfélagsmiðlar