Bókaútgáfan Hólar hefur gefið út bókina Ljósmæðrafélag Íslands í 100 ár. Hún er 372 blaðsíður að lengd og í henni er saga félagsins rakin í máli og myndum allt frá þeim tíma til okkar daga, auk þess sem þar er að finna ljósmæðratal fyrir útskrifaðar ljósmæður á árunum 1984-2019, en áður var komið út stéttartal ljósmæðra og náði það fram til útskriftar 1983.
Fullt verð bókarinnar er 14.900 krónur, en meðlimum Ættfræðifélagsins stendur til boða að eignast hana á 11.500 krónur með sendingargjaldi. Hægt er að panta bókina með því að senda póst á netfangið holar@holabok.is, eða hringja í síma 692-8508 eftir klukkan 16 á daginn.