Frá marsfundi 2019.

Marsfundur 2019

Félagsfundur Ættfræðifélagsins var haldinn fimmtudaginn 28. mars í Þjóðskjalasafninu. Þar flutti Guðfinna Ragnarsdóttir erindi um Ófeig Jónsson í Heiðarbæ í Þingvallasveit, ættir hans og lífshlaup.

Ófeigur lagði gjörva hönd á margt og var eftirsóttur rokkasmiður og málari. Hann byggði kirkjur, smíðaði altari og predikunarstóla og málaði altaristöflur. Meðal kirkna sem hann skreytti eru Þingvallakirkja, Úlfljótsvatnskirkja, Miðdalskirkja í Laugardal og Tungufellskirkja.

Fundurinn var vel sóttur og hlaut Guðfinna þakklæti fundarmanna í kröftugu lófataki að erindi loknu.

 

Samfélagsmiðlar