Marsfundur Ættfræðifélagsins verður haldinn fimmtudaginn 30. mars 2017 kl. 20:00 í húsi Þjóðskjalasafns Íslands að Laugavegi 162, 3. hæð, Reykjavík.
Benedikt Jónsson, nýkjörinn formaður félagsins og starfsmaður Þjóðskjalasafns, segir frá manntölum og manntalsvef safnsins.
Það verður heitt á könnunni, meðlæti og allir eru velkomnir!
Mynd úr Manntalinu 1703 af upphafi fólkstals í Skógarstrandarhreppi í Snæfellsnessýslu.