Félagsfundur Ættfræðifélagsins verður haldinn fimmtudaginn 30. nóvember 2017 kl. 20:00 í húsi Þjóðskjalasafns Íslands að Laugavegi 162, 3. hæð, í Reykjavík (gengið inn um portið).
Benedikt Jónsson, formaður Ættfræðifélagsins, flytur erindi um Djúpavík á Ströndum.
Það verður heitt á könnunni, meðlæti og allir eru hjartanlega velkomnir.
Myndin er af Stóra-Bragga á Djúpavík. Ljósmynd: Benedikt Jónsson.