aðalfundur

Aðalfundur 2021

Aðalfundur 2021

Aðalfundur Ættfræðifélagsins 2021 fór fram í Þjóðskjalasafni Íslands fimmtudaginn 25. febrúar 2021 og hófst kl 20:00.

Formaður félagsins setti fundinn og skipaði Eirík Þ. Einarsson fundarstjóra og Björn Jónsson fundarritara.

Formaður flutti skýrslu stjórnar fyrir 75. starfsár félagsins, árið 2020. Í máli hans kom fram að heimsfaraldurinn, COVID-19 hafði leikið starfsemi félagsins grátt. Auk aðalfundar, tókst aðeins að halda einn félagsfund, en venjulega eru þeir sex. Þá féll vorganga félagsins einnig niður af sömu ástæðum.

Sem fyrr eru félagsfundir og útgáfa fréttabréfs meginstoðir í starfsemi félagsins, en útgáfa fréttabréfsins raskaðist ekki og komu út fjögur tölublöð á árinu 2020, eins og verið hefur síðustu ár.

Gjaldkeri félagsins, Helga Margrét Reinharðsdóttir, gerði grein fyrir reikningum félagsins. Greiddum félagsgjöldum fækkaði um 58 frá árinu 2019, eða um 350 þúsund krónur. Þrátt fyrir að útgjöld félagsins hafi lækkað um tæp 8% frá fyrra ári, þá dugði það ekki til að forða tapi upp á rúmlega 205 þúsund krónur.

Þá var gengið til kosninga í stjórn félagins. Úr stjórn áttu að ganga:

Benedikt Jónsson formaður og
Áslaug Herdís Úlfsdóttir

Stjórnin gerði tillögu um að Eiríkur Þór Einarsson yrði nýr formaður félagsins og var það samþykkt einróma. Þá gerði stjórnin tillögu um að Guðfinna S. Ragnarsdóttir og Magnús Grímsson kæmu inn í stjórn í stað Áslaugar og Benedikts. Tillagan var samþykkt samhljóða.

Stjórnin skiptir með sér verkum á næsta stjórnarfundi.

Skoðunarmenn reikninga verða áfram Ólaf Pálsson og Ágúst Jónatansson.

Samþykkt að félagsgjald yrði hækkað í 6.500 krónur.

Guðfinna S. Ragnarsdóttir ritstjóri fréttabréfsins tók til máls undir liðnum önnur mál og þakkaði fráfarandi formanni vel unnin störf. Nýkjörinn formaður, Eiríkur Þór Einarsson, tók undir það. Frárandi formaður, Benedikt Jónsson, þakkaði fyrir sig.

Höfundur: aettadmin in Fréttir, Fundir
Aðalfundur 2019

Aðalfundur 2019

Aðalfundur Ættfræðifélagsins 2019 fór fram í Þjóðskjalasafni Íslands fimmtudaginn 28. febrúar 2019 og hófst kl 20:00.

Formaður félagsins setti fundinn og skipaði Eirík Þ. Einarsson fundarstjóra og Arnbjörn Jóhannesson ritara.

Formaður flutti skýrslu stjórnar og gerði grein fyrir reikningum félagsins á 74. starfsári félagsins, árinu 2018, í fjarveru Kristins Kristjánssonar gjaldkera. Hagnaður félagsins minnkaði lítillega, úr 157.580 kr í 130.606, á árinu, en hafði vaxið talsvert árið á undan.

Benedikt Jónsson var endurkjörinn formaður til næstu tveggja ára.

Úr stjórn áttu að ganga:

  • Áslaug Herdís Úlfsdóttir aðalmaður
  • Eiríkur Þór Einarsson aðalmaður
  • Hörður Einarsson varamaður

Öll gáfu þau kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og voru endurkjörin. Stjórnina skipa því eftirtalin, auk formanns:

Aðalmenn:

  • Eiríkur Þór Einarsson
  • Arnbjörn Jóhannesson
  • Kristinn Kristjánsson
  • Áslaug Herdís Úlfsdóttir

Varamenn:

  • Anna Guðrún Hafsteinsdóttir
  • Hörður Einarsson

Stjórnin skiptir með sér verkum á næsta stjórnarfundi.

Nýr skoðunarmaður reikninga var kjörinn Ágúst Jónatansson, sem kemur til liðs við Ólaf Pálsson sem hefur verið skoðunarmaður reikninga undanfarin ár ásamt Olgeiri Möller.

Árgjald var samþykkt óbreytt, 5.900 krónur.

Erlingur Kristjánsson og Björn Valsson tóku til máls undir liðnum önnur mál.

Höfundur: aettadmin in Fréttir, Fundir