Magnús Grímsson sagnfræðingur og framhaldsskólakennari flutti fyrirlestur um fullveldistöku Íslendinga á félagsfundi Ættfræðifélagsins 29. nóvember sl.
Þar rakti hann aðdraganda fullveldisins, og þá þætti sem vörðuðu veginn að markinu: byltingar í Evrópu. Fjölnismenn, endurreisn alþingis, verslunarfrelsið, stöðulögin, stjórnarskráin, heimastjórnin, uppkastið, og stríðið mikla og kynnti til sögunnar þá danska konunga sem komu aðallega við sögu sjálfstæðisbaráttu Íslendinga.
Það var vel mætt á fundinn og var gerður góður rómur að máli Magnúsar.