Galdra-Villi

Októberfundur 2019

Októberfundur 2019

Sigrún Magnúsdóttir
Sigrún Magnúsdóttir.

Fimmtudaginn 31. október 2019 flutti Sigrún Magnúsdóttir þjóðfræðingur erindi um gjörningaveðrið í Hrísey og afa sinn, Vilhjálm Einarsson (1863-1933) bónda á Bakka í Svarfaðardal, Galdra-Villa. Um tvítugt var hann sjómaður í Eyjafirði og var talinn hafa valdið gjörningaveðri sem skall á í Hrísey 11. september 1884. Veðrið laskaði eða eyðilagði 33 síldarskip Norðmanna. Galdraáburðurinn fylgdi honum alla ævina.

Í erindi sínu fór Sigrún yfir ævi Galdra-Villa og aðdraganda að atburðum í Hrísey þegar áðurnefnt gjörningaveður skall þar á með miklum afleiðingum. Einnig fjallaði hún um búskap Villa á Bakka. Hann var stórbóndi og mikill framfaramaður, en ævinlega hliðhollur lítilmagnanum.

Mikið fjölmenni sótti fundinn, um sjötíu manns, sem er líklega met í aðsókn á félagsfundi Ættfræðifélagsins í seinni tíð.

 

Höfundur: aettadmin in Fréttir, Fundir