Páll Vídalín

Septemberfundur 2018

Septemberfundur 2018

Jón Torfason skjalavörður í Þjóðskjalasafni Íslands hélt erindi um Pál Vídalín á félagsfundi Ættfræðifélagsins í gærkvöldi.

Páll Vídalín (f. 1667, d. 18. júlí 1727) var lögmaður og sýslumaður í Dalasýslu og Strandasýslu. Hann bjó í Víðidalstungu, í Víðidal í Vestur-Húnavatnssýslu. Páll var samstarfsmaður Árna Magnússonar um gerð Jarðabókarinnar 1702-1714 og líklegast þekktastur fyrir þau störf. Hann var sagður einn vitrasti maður sinnar tíðar, fróður um lög- og fornfræði og skáld gott bæði á íslensku og latínu.

Í erindi sínu fór Jón yfir ævi Páls og störf, einkum ritstörf. Páll var eitt besta skáld sinnar samtíðar og orti fjölda lausavísna og sálma og nefndi Jón dæmi um hvort tveggja. Jón fjallaði einnig um rökfestu Páls, hugkvæmni og skýra hugsun og nefndi ýmis dæmi þar um, einkum úr verki Páls Skýringar yfir fornyrði lögbókar þeirrar, er Jónsbók kallast.

Fundarmenn gerðu góðan róm að máli Jóns og spurðu margs.

 

Höfundur: aettadmin in Fréttir, Fundir, Viðburðir