Herskip

„Þegar fylgdarskipið fórst”

Fimmtudaginn 5. október flytur Halldór Baldursson sagnfræðingur og læknir fyrirlestur um herskipið Göteborg úr flota konungs vors, Friðriks fjórða. Skipinu var hleypt til brots á Hraunsskeiði í Ölfusi 7. nóvember 1718. 174 skipverjar björguðust og þurftu að hafa vetursetu á Íslandi. Fjallað er um þau stjórnsýslulegu verkefni sem þurfti að leysa úr vegna strandsins.

Athugið breytta dagsetningu fyrsta fundar

Fundurinn hefst kl. 16:00 í húsi Þjóðskjalasafnsins að Laugavegi 162, 3. hæð, Reykjavík.
Allir velkomnir!
Kaffi og með því.

Samfélagsmiðlar