Á félagsfundi fimmtudaginn 28. október flytur Sigrún Magnúsdóttir þjóðfræðingur og fyrrv. ráðherra, erindi um greifynjuna Þuríði Marquis de Grimaldi. Þuríður fæddist þann 30. október árið 1891 að Garðhúsum við Bakkastíg. Hún var dóttir hjónanna Guðbjargar Bjarnadóttur og Þorbjarnar Jónssonar. Þuríður þótti snemma efnileg og hneigð til bókar. Amma hennar, Þuríður Eyjólfsdóttir var sögð stórgáfuð og skörungur. Sumarið 1921, þegar Þuríður stóð á þrítugu, kynntist hún markgreifanum Henri Charles Raoul Marquis de Grimaldi d’Antibes et de Cagne, afsprengi einnar elstu konungsættar í Evrópu. Í október fyrir 100 árum var haldið brúðkaup þeirra í Reykjavík.
Fundurinn hefst kl. 16:00 í húsi Þjóðskjalasafns að Laugavegi 162, 3. hæð í Reykjavik. Athugið breyttan fundartíma, kl. 16:00.