Hin árlega vorganga verður um Laugarnes laugardaginn 13. maí 2017. Leiðsögumaður er Guðfinna Ragnarsdóttir jarðfræðingur og ritstjóri Fréttabréfs Ættfræðifélagsins. Hún lýsir Laugarnesinu svona:
„Laugarnesið geymir sögu atburða og örlaga, biskupa og valda, mennta og menningar, stríðs og átaka, hernáms og fátæktar, sjúkdóma og erfiðleika, lista og listamanna og inn á milli, þótt ekki fari hátt, sögu alþýðunnar sem háði þar sitt stríð öld fram af öld. Þar er einnig að finna einu ósnortnu fjöruna á norðurströnd Reykjavíkur frá Örfirisey að Grafarvogi.“
Áhugasamir göngumenn mæta við Listasafn Sigurjóns Ólafssonar klukkan 11:00.
Veðurspáin er ágæt, 11°C hiti, alskýjað og gola, 6 m/sek.