Sæmundur Hólm

,,Hylur þig lygi heimurinn“

Fimmtudaginn 25. september nk. hefjum við haustið hjá Ættfræðifélaginu. Þá kemur Sigrún Magnúsdóttir þjóðfræðingur og fv. ráðherra til okkar ásamt Dagbjörtu Höskuldsdóttur bókaunnanda og fv. bóksala. Þær ætla að flytja okkur sögubrot frá ævi og störfum listamannsins, skáldsins og klerksins Sæmundar Hólm Magnússonar (1749-1821).
Fundurinn verður haldinn í Færeyska sjómannaheimilinu á horni Skipholts og Brautarholts í Reykjavík og hefst hann kl. 16:00.
Allir velkomnir

Samfélagsmiðlar