bækur

Ókeypis ættfræðibækur

Ókeypis ættfræðibækur

Þórður B. Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Reiknistofu bankannna hefur um árabil verið félagi í Ættfræðifélaginu og mikill áhugamaður um ættfræði. Hann hefur í gegnum tíðina komið sér upp fágætu bókasafni um ættfræði og sögu lands og þjóðar. Þórður hefur nú dregið sig í hlé á þessum vettvangi og hefur ákveðið að gefa félögum Ættfræðifélagsins kost á að eignast bækur úr bókasafni sínu. Dóttir Þórðar, Ingveldur Lára, hefur skráð þær bækur sem hér um ræðir og birtist sú skrá á vef Ættfræðifélagsins. Áhugasamir geta skoðað skrána, sem inniheldur 259 titla, og haft samband við Ingveldi Láru varðandi afhendingu bóka.

Ættfræðifélagið þakkar Þórði B. Sigurðssyni fyrir tryggð við félagið og velvild í þess garð, sem meðal annars birtist í þeim rausnarskap að gefa félögum kost á að eignast góðar bækur án endurgjalds.

Höfundur: aettadmin in Bókamarkaður, Fréttir