Gálgaklettur

Vorganga Ættfræðifélagsins

Vorgangan verður farin fimmtudaginn 22. maí kl. 11:00 undir leiðsögn Ragnars Snæs Karlssonar.
Gengið verður í Gálgahrauni að Gálgakletti, sem er gamli aftökustaðurinn frá Bessastöðum. Um 2,5 km ganga báðar leiðir. Gangan er ekki alls staðar góð og greiðfær. Á köflum getur hún verið erfið fyrir þá sem ekki eru fótvissir. Mælt er með göngfustöfum. Búið ykkur eftir veðri.
Bílastæði eru við jaðar Gálgahrauns, í Sjálandshverfi í Garðabæ við hringtorgið á gatnamótum Vífilsstaðavegar og Hraunsholtsbrautar. Gangan getur tekið um 2-3 klst.

Samfélagsmiðlar