Eins og kunnugt er hafa ekki verið aðstæður til samkomuhalds undanfarna mánuði. Ástæður þessa eru tvær. Í fyrsta lagi hafa verið í gangi takmarkanir á samkomuhaldi vegna COVID-19 og í öðru lagi hefur fundarsalurinn í Þjóðskjalasafni, sem við höfum notað, verið lokaður þar sem hann hefur verið notaður sem bráðabirgðalestrarsalur á meðan viðgerð á aðallestrarsalnum hefur farið fram. Viðgerðarframkvæmdir hafa tafist verulega vegna COVID-19 og þannig tengjast báðar ástæðurnar. Nú er ljóst að ekki verður neinn félagsfundur í nóvember af áðurnefndum ástæðum og þar með blasir við að þessu ári lýkur með því að aðeins einn félagsfundur var haldinn, í janúar, og svo var aðalfundur í febrúar. Við vonum að nýtt ár verði okkur hagfelldara í þessu efni.