Fyrsti minnisvarðinn á Íslandi var afhjúpaður árið 1885. Það var Hallgrímsharpan sem stendur norðan undir kirkjudyrum Dómkirkjunnar. Síðan þá hafa margir minnisvarðar séð dagsins ljós hér á landi og enn eru minnisvarðar reistir á Íslandi, síðast í Vestmannaeyjum í desember 2024. Það má búast við að um 800 minnisvarðar hafi verið reistir vítt og breytt um landið, hvort sem er í byggð eða í óbyggðum.
Eiríkur Þ. Einarsson formaður Ættfræðifélagsins ætlar að tala um minnisvarða á næsta félagsfundi sem haldinn verður í Hótel Örkinni, Færeyska Sjómannaheimilinu við Brautarholt fimmtudaginn 30 janúar 2025.
Fundurinn hefst kl. 16:00 og er opinn öllum.
Veitingar að fundi loknum.