Bókhlaðan í Flatey á Breiðafirði.

„Til eflingar upplýsingu, siðgæði og dugnaði“. Um Framfarastofnunina og Bréflega félagið í Breiðafirði


Nánar um viðburð


Helga Hlín Bjarnadóttir sagnfræðingur flytur erindi sem hún nefnir „Til eflingar upplýsingu, siðgæði og dugnaði“. Um Framfarastofnunina og Bréflega félagið í Breiðafirði.

Helga Hlín er með MA próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands og starfar sem skjalavörður í Þjóðskjalasafni Íslands.

Ólafur Sívertsen, prestur og prófastur í Flatey frá 1823, stofnaði Flateyjar Framfarastofnun og var jafnframt einn af stofnendum Bréflega félagsins. Í upphafi var Framfarastofnunin aðeins bókasafn en síðar náði starfsemin til fleiri sviða. Framfarastofnunin lét m.a. reisa Bókhlöðuna í Flatey 1864 með góðum stuðningi hjónanna Herdísar og Brynjólfs Benedictsens kaupmanns.

Ólafur Sívertsen er langa-, langa-, langafi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.

Samfélagsmiðlar