A_secret_moment

Um legorðsmálaskjöl


Nánar um viðburð


Fimmtudaginn 26. apríl 2018 heldur Guðmundur Sigurður Jóhannsson ættfræðingur fyrirlestur um legorðsmálaskjöl. Þar mun hann gera nokkra grein fyrir skjalasöfnum þar sem árlegar skrár um legorðsmál eru varðveittar og drepa lítillega á aðrar heimildir þar sem finna má upplýsingar um barneignir í hórdómi og lausaleik. Sjálfur fyrirlesturinn mun verða í styttra lagi, en þess meiri tími tekinn til þess að sýna fundargestum glærur af legorðsmálaskjölum úr hinum ýmsu skjalasöfnum og í framhjáhlaupi örfáar glærur af öðrum skjölum sem þar er að finna. Hér að neðan má sjá sakeyrisreikning Skagafjarðarsýslu reikningsárið 1723-1724.

Myndin að ofan: Leyndarstund (A Secret Moment). Óþekktur höfundur/Wikimedia Commons.

Sjá viðburð á Facebook.

Samfélagsmiðlar