Hnífsdalur

Hnífsdalur


Nánar um viðburð


Gleðilegt nýtt ár
Fyrsti félagsfundur ársins verður haldinn fimmtudaginn 25. janúar, kl. 16:00.
Þá mun Kristján Pálsson sagnfræðingur og fv. alþingismaður flytja erindi um Hnífsdal, en bók hans Saga Hnífsdals kom út fyrir jólin.
Saga Hnífsdals er saga fólksins þar frá landnámi til sameiningar við Ísafjörð árið 1971. Hér er lýst sviptingasamri jarðasögu, frá eignarhaldi Vatnsfirðinga fyrr á tímum til áhrifa heimamanna og Ögurmanna.
Fundurinn verður í Þjóðskjalasafninu, á 3. hæð og hefst kl. 16:00.
Fundurinn er öllum opinn. Kaffiveitingar á eftir fund.

Samfélagsmiðlar