Aðalfundur 2023

Aðalfundur 2023

Business teamworking at meeting table.

Aðalfundur.

Aðalfundur Ættfræðifélagsins verður haldinn fimmtudaginn 23. febrúar 2023 í Þjóðskjalasafni Íslands, Laugavegi 162, 3. hæð og hefst klukkan 16:00.

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf í samræmi við 3. gr. laga félagsins.

  1. Skýrsla stjórnar.
  2. Endurskoðaðir ársreikningar lagðir fram.
  3. Umræða og atkvæðagreiðsla um skýrslu stjórnar og ársreikningana.
  4. Lagabreytingar.
  5. Kosningar samkvæmt 4. grein.
  6. Árgjald ákveðið.
  7. Önnur mál.
Höfundur: aettadmin in Fundir
Um mannanöfn að fornu og nýju

Um mannanöfn að fornu og nýju

Á fyrsta félagsfundi ársins, fimmtudaginn 26. janúar 2023, mun Prófessor Emeritus Guðrún Kvaran tala við  okkur um mannanöfn að fornu og nýju.

Höfundur: aettadmin in Fróðleikur, Fundir
Bíbí í Berlín

Bíbí í Berlín

Sólveig Ólafsdóttir talar við okkur um Bjargeyju Kristjánsdóttur frá Berlín við Hofsós, Bíbí í Berlín á félagsfundi í Þjóðskjalasafninu kl. 16:00 fimmtudaginn 24. nóvember

Höfundur: aettadmin in Fundir
Ættfræðiupplýsingar á vefjum Þjóðskjalasafns

Ættfræðiupplýsingar á vefjum Þjóðskjalasafns

Næsti félagsfundur verður þann 27. október kl. 16:00.
Þá mun Unnar Ingvarsson fagstjóri stafrænnar endurgerðar á Þjóðskjalasafni ræða við okkur um ættfræðiupplýsingar á vefjum Þjóðskjalasafns

Höfundur: aettadmin in Fréttir, Fundir, Ættfræði
Vorganga um Þingholtin

Vorganga um Þingholtin

Vorganga Ættfræðifélgsins verður um Þingholtin í þetta sinn og verður laugardaginn 21. maí kl. 11:00.
Leiðsögumenn verða Guðfinna Ragnarsdóttir og Magnús Grímsson.

Mæting er við aðaldyr Menntaskólans í Reykjavík laugardaginn 21. maí kl. 11:00.

Höfundur: aettadmin in Fréttir, Göngur

Félagsfundur 28. apríl 2022 fellur niður

Af óviðráðanlegum orsökum fellur fyrirlestur Albínu Huldu Pálsdóttur um uppruna sauðkindarinnar niður. Fyrirlesturinn var á dagskrá á fimmtudaginn kemur, 28. apríl.

Höfundur: aettadmin in Óflokkað
Aðalfundur Ættfræðifélagsins

Aðalfundur Ættfræðifélagsins

Aðalfundur Ættfræðifélagsins fer fram fimmtudaginn 24. febrúar 2022, kl. 16:00 í sal á 3. hæð Þjóðskjalasafns Íslands Laugavegi 162, Reykjavík


Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf

Höfundur: aettadmin in Fundir
Elín pestsins

Elín pestsins

Á félagsfundi fimmtudaginn 31. mars 2022 mun Guðfinna Ragnarsdóttir, ritstjóri Fréttabréfsins, fjalla um Elínu Jónsdóttur, „Elínu prestsins“ eins og hún var kölluð fyrir vestan. Hún var systir Bjarna frá Vogi.

Höfundur: aettadmin in Fréttir, Viðburðir
Höfundur Njálu

Höfundur Njálu

Á næsta félagsfundi talar Gunnar frá Heiðarbrún um höfund Njálu. Menn hafa reynt að finna höfund Njálu um aldaraðir. Gunnar frá Heiðarbrún ætlar að gera enn eina tilraunina til að finna höfundinn.

Fundurinn verður haldinn í Þjóðskjalasafninu, Laugavegi 162, 3. hæð, fimmtudaginn 25. nóvember kl. 16:00. 

Athugið breyttan fundartíma, fundurinn hefst kl. 16:00

Höfundur: aettadmin in Fréttir, Viðburðir
Þuríður Þorbjarnardóttir Grimaldi

Þuríður Þorbjarnardóttir Grimaldi

Á félagsfundi fimmtudaginn 28. október flytur Sigrún Magnúsdóttir þjóðfræðingur og fyrrv. ráðherra, erindi um greifynjuna Þuríði Marquis de Grimaldi. Þuríður fæddist þann 30. október árið 1891 að Garðhúsum við Bakkastíg. Hún var dóttir hjónanna Guðbjargar Bjarnadóttur og Þorbjarnar Jónssonar. Þuríður þótti snemma efnileg og hneigð til bókar. Amma hennar, Þuríður Eyjólfsdóttir var sögð stórgáfuð og skörungur. Sumarið 1921, þegar Þuríður stóð á þrítugu, kynntist hún markgreifanum Henri Charles Raoul Marquis de Grimaldi d’Antibes et de Cagne, afsprengi einnar elstu konungsættar í Evrópu. Í október fyrir 100 árum var haldið brúðkaup þeirra í Reykjavík.

Fundurinn hefst kl. 16:00 í húsi Þjóðskjalasafns að Laugavegi 162, 3. hæð í Reykjavik. Athugið breyttan fundartíma, kl. 16:00.

Höfundur: aettadmin in Fundir